Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag við Háhól - Hjarðarnes

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og deiliskipulag Háhóll - Hjarðarnes.

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri.Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 29. ágúst nk. til mánudagsins 14. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík

Aðalskipulagsbreyting uppdráttur og greinargerð

Deiliskipulag Háóll - Dilknes greinargerð og uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 14. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri