Breyting á aðalskipulagi Skaftafell III og IV

Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Skaftafell III og IV.

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að gera breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 um uppbyggingu á VÞ svæði í Skaftafelli III og IV. Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um breytinguna á fundi sínum þann 11. mars 2020.

Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar, allt að 1.400 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.

Skipulagsbreytingin var auglýst frá 16. maí til 1. júlí 2019, kynningarfundur var haldin þann 9. maí sama ár og var hann kynntur fyrir íbúum með dreifibréfi. Kynningarfundur var haldinn um málið 5. mars. Íbúafundur vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu var haldinn á auglýsingartíma, þriðjudaginn 11. júní 2019 í Hótel Skaftafelli, Freysnesi.

Tólf athugasemdir og ábendingar bárust og var brugðist við þeim. Breytingar á tillögunni eftir auglýsingu eru að byggingarmagn var minnkað verulega og er nú gert ráð fyrir 1400 m2 í stað 5200 m2. Felld hafa verið út verslunar og þjónustubygging og íbúðarhúsnæði. Eftir standa 35 smáhýsi fyrir gistingu. Valkostur 2 var felldur út úr umhverfisskýrslu vegna athugasemdar landeiganda.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri