Breyting á aðalskipulagi Svínhólum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. nóvember 2018 að auglýsa lýsingu að aðalskipulagsbreytingu Svínhólum í Lóni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar- og þjónustusvæði að Svínhólum í Lóni.

Aðalskipulagsbreyting Svínhólum í Lóni matslýsing.

Áætluð hótelbygging mun verða miðja svæðisins, með um 70 herbergjum og alls um 9.000 – 10.500 m² að stærð. Hluti af því umfangi er ætlaður fyrir ýmiskonar afþreyingu hótelgesta. Áætlað er að 55 herbergi verði í megin byggingu hótels, en 15 íbúðir í stökum smáhýsum innan hótellóðar. Á svæðinu verða einnig einbýlishús, en gert er ráð fyrir 20 – 40 húsum, 2-5 herbergja. 

Heildarumfang húsanna yrði 5.300 – 10.600 m². Húsin yrðu seld og geta eigendur, ef þeir hafa ekki fasta búsetu allt árið, kosið að tengjast hótelinu og þá myndi hótelið leigja út þær íbúðir þegar þær eru ekki nýttar af eigendum. Einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn á um 3.700 m² - 5.000 m² svæði. Hús verða ekki hærri en tvílyft að undanskildu hóteli sem gæti orðið allt að fjórar hæðir.

Kynningarfundur vegna lýsingar verður haldinn í ráðhúsi Hafnar þann 19. nóvember 2018 kl. 12:00.