Breyting á deiliskipulagi Leira og deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis á Höfn í Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. mars 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Leira á Höfn í Hornafirði og samhliða breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis á Höfn í Hornafirði. Auglýsingin er í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu markmið breytinganna eru að hliðra til skipulagsmörkum beggja skipulaganna og að skilgreina nýja raðhúsalóð fyrir 6 íbúðir við Hagaleiru.

Tillögurnar verða til sýnis frá 17. maí til 22. júní 2022 í anddyri Ráðhúss að Hafnarbraut 28, 780 Höfn. Einnig er hægt að skoða deiliskipulagstillögurnar hér: deiliskipulagsbreyting Leirur og deiliskipulagsbreyting tjaldsvæði og íbúðarsvæði.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina á auglýsingatíma. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar