Breyting á aðalskipulagi skotsvæði og moto-cross braut

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi skotsvæði og moto-cross brau

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi skotsvæði og moto-cross braut og hljóðvistargreining

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar felur í sér breytta landnotkun þriggja svæða. Afmarkað verður nýtt íþróttasvæði fyrir skotæfingasvæði við Grjótbrú sem fær númerið ÍÞ6 og svæði fyrir moto-cross, ÍÞ3 verður fært til norðurs upp að efnistökusvæðinu við Fjárhúsavík. Landnotkun fyrir gamalt efnistökusvæði E86 við Fjárhúsavík verður afmarkað og svæðið sett í flokk 3 skv. skilgreiningu í aðalskipulagi.

Aðalskipulagstillagan ásamt greinargerð verða til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 11. apríl 2017 til 26. maí 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. maí og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri