Deiliskipuag að Reynivöllum - Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19. ágúst nýtt deiliskipulag fyrir Reynivelli II.

Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að byggja upp ferðaþjónustu, gistingu og/eða hótel. Nýtt þjónustusvæði VÞ45 liggur sunnan þjóðvegar og er í landi Reynivalla II.

Markmið er að reisa hótel á svæðinu auk þess að styrkja þjónustu við ferðamenn og heimamenn svo sem með vöru- og eldsneytissölu auk ýmis konar afþreyingu s.s. sölu á jökla- og gönguferðum, leiðsögn o.fl.

Tillagan var áður auglýst frá 29. janúar til 11. mars 2020. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST, Vegagerðinni, Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Veðurstofunni.

Brugðist var við athugasemdum sem fram komu á auglýsingartíma. Á grundvelli umsagna var unnið mat á flóðahættu á svæðinu.

Tillagan var aftur í kynningu að nýju frá 15. júní til 29. júlí 2021. Endurnýjaðar umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands.

Kynningarfundur var haldin í Ráðhús sveitarfélagsins 15. janúar 2020.

Uppdráttur og greinargerð

Síðari auglýsing um deiliskipulagið var birt í Eystrahorni, Lögbirtingu og heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is undir skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugsemdum var til 29. júlí 2021.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.