Deiliskipulag að Stekkaklett - Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkaklett á fundi sínum þann 19. ágúst 2021.

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að framfylgja markmiðum aðalskipulags um eflingu byggðar, styrkja og auka fjölbreytileika atvinnu og menningarlífs í sveitarfélaginu. Gera listsköpun sýnilega, styrkja og efla menningu, sköpun og tjáskipti og hlúa að menningararfi samfélagsins. Búa starfsemi á staðnum fastan ramma í samræmi við áætlanir og markmið sem fram koma í tillögu um nýtingu á Stekkakletti.

Tillga að deiliskipulagi var auglýst frá 20. apríl til 1. júní sl. kynningarfundur var haldinn þann 14. apríl í fjarfundi á Teams Meating auglýst var á heimasíðu Sveitarfélgsins www.hornafjordur.is og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins.

Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og HAUST.

Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, HAUST og Minjastofnun. Brugðist hefur verið við umsögnum skv. fundargerð 25. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Uppdráttur og greinargerð

Bætt var í skipulagið umfjöllun um náttúruvernd og votlendi skv. Umsögn Umhverfisstofnunar. Einnig var unnin minjaskráning á svæðinu skv. Umsögn Minjastofnunar og að bætt verði inn texta sem heimilar breytingu á aðkomu við gatnamót skv. Umsögn Vegagerðarinnar.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.