Deiliskipulag Háhóls – Dilksness, Skjólshóla og Hafnarness

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 25. október 2022 að auglýsa neðangreindar deiliskipulagsáætlanir í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag Háhóls – Dilksness

Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa, bygginga fyrir landbúnaðarstarfsemi, atvinnustarfsemi og húsnæðis fyrir ferðaþjónustu. Allt byggingar sem styrkja núverandi búsetu, búrekstur og atvinnustarfsemi á jörðunum.

Tillögu að deiliskipulagi er hægt að skoða hér. Greinargerð Uppdráttur

Senda inn athugasemd

Deiliskipulag Skjólshóla

Deiliskipulagið nær yfir um 1 ha en fyrirhugað er að útbúa aðstöðu fyrir ferðafólk og koma upp allt að sjö litlum gistihúsum til útleigu.

Tillögu að deiliskipulagi er hægt að skoða hér .

Senda inn athugasemd

Deiliskipulag Hafnarness

Deiliskipulagið nær yfir 3.665 m² lóð í Hafnarnesi Nesjum. Skipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu, veitingareksturs, gistiaðstöðu, þvottahúss, verslun, minni gistihús, íbúðarhúsa, aðstöðuhús og starfsmannaaðstöðu.

Tillögu að deiliskipulagi er hægt að skoða hér .

Senda inn athugasemd

Tillögurnar verða til sýnis frá 3. nóvember til 15. desember í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn. Einnig er hægt að skoða þær gegnum tenglana hér fyrir ofan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar á auglýsingatíma.

Eingöngu er tekið við athugasemdum á rafrænan hátt. Farið er inná hlekkina hér að ofan sem vísar á íbúagátt og þarf að skrá sig inn með íslykli.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulag@hornafjordur.is .

Umhverfis og skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar