Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis á Höfn

Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis á Höfn - Skipulagslýsing

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði, skóla- og íþróttasvæði Hafnar í Hornafirði. Í skipulagslýsingu kemur fram hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við deiliskipulagsgerðina ásamt upplýsingum um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Áherslur bæjarstjórnar í nýju deiliskipulagi felast í að styrkja miðsvæði bæjarins umhverfis skóla- og íþróttasvæðið og leggja línurnar fyrir þróun þess. Stefnt er að því að endurskipuleggja svæðið með það að markmiði að efla enn frekar aðstöðu til íþróttaiðkunar, lagfæra skólalóðir og efla svæðið sem aðlaðandi útivistarsvæði til samverustunda og mannfagnaðar, allan ársins hring.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér og á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 27. ágúst til og með 24. september 2020.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum við lýsinguna fyrir 24. september 2020 og skal skila þeim skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri