Deiliskipulag Stekkaklett

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir tillögu að deiliskipulagi fyrir Stekkaklett samkvæmt  40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsingin er leiðrétting á auglýsingu dags. 20. apríl 2021 þar sem loka dagsetningar eru leiðréttar í stað 1. maí kemur 1. júní.

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að framfylgja markmiðum aðalskipulags um eflingu byggðar, styrkja og auka fjölbreytileika atvinnu og menningarlífs í sveitarfélaginu. Gera listsköpun sýnilega, styrkja og efla menningu, sköpun og tjáskipti og hlúa að menningararfi samfélagsins. Búa starfsemi á staðnum fastan ramma í samræmi við áætlanir og markmið sem fram koma í tillögu um nýtingu á Stekkakletti. Bæjarstjórn samþykkti að vísa deiliskipulagstillögunni í lögformlegt ferli skv. skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og því er fallið frá kröfu um lýsingu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 20. apríl nk. til 1. júní 2021.

Deiliskipulagstillaga

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 1. júní 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.ins Hornafjarðar