Grenndarkynning vegna sólskála, Sandbakka 22

Óskað hefur verið eftir heimild til að byggja við íbúðarhús að Sandbakka 22 um er að ræða 4,20m x 3,50m sólskála allt að 3m að hæð.

 Lóð er á svæði C2 skv. núgildandi deiliskipulagi miðbæjar. Ekki eru sýndir byggingarreitir á skipulagsuppdrætti.

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við byggingaráformin og breytingu á húsinu til 11. ágúst 2021 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Teikningar

Athugasemdir skulu berast til Brynju Dögg Ingólfsdóttur umhverfis- og skipulagsstjóra eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 11. ágúst 2021.