Hornafjarðarhöfn við Ósland – Deiliskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. september 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hornafjarðarhöfn við Ósland í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagið er heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2015 sem mun falla úr gildi við gildistöku nýs skipulags.

Markmið deiliskipulagsins er að tryggja skilvirka nýtingu, snyrtilegan frágang og markvissa uppbyggingu á hafnarsvæðinu.

Tillagan verður til sýnis frá og með 30. september til 11. nóvember 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn. Einnig er hægt að skoða deiliskipulagstillögunina með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Greinargerð

Uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina á auglýsingatíma.

Eingöngu er tekið við athugasemdum á rafrænan hátt gegnum tengilinn hér fyrir neðan. Tengillinn vísar á íbúagátt og þarf að skrá sig inn með íslykli.

Senda inn athugasemd.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir,

umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar