Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

 Frístundabyggð við Stórulág - Myllulæk, í greinargerð breytist eftirfarandi:

Breyting í greinargerð

Breyting verður gerð á töflu 21.2, F9 Frístundabyggð í Nesjum. Breyting verður gerð á leyfðri starfssemi fyrir [F9].

Þar sem nú stendur í töflu 21.2:
[F9]: Stórulág – Myllullækur ~ 11ha 12 lóðir.
Mun standa (breytingar eru undirstrikaðar):
[F9]: Stórulág – Myllullækur ~ 11ha 12 lóðir

Heimilað er tjaldsvæði á allt að þriðjungi lóðar og þjónustuhús á einni lóðinni

Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsstjóra sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn Hornafirði