Óveruleg breyting á aðalskipulagi - náma í Skinney

Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna námu í Skinney

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 20. ágúst 2020 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að heimiluð efnistaka verður aukin úr 30.000 m3 í 49.000 m3. Stærð efnistökusvæðisins verður óbreytt. Stækkunin er nauðsynleg vegna vinnu við uppbyggingu og endurbætur á varnargörðum við höfnina á Höfn.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér óverulega breytingu á landnotkun og sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Aukning á efnistöku fellur undir flokk C í lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Samkvæmt viðmiðum í 2. viðauka sömu laga um eðli, umfang og staðsetningu framkvæmdarinnar er framkvæmdin ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhvefis- og skipulagsstjóri.