Óveruleg breyting á aðalskipulagi við Hof

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030 við Hof 1 í Öræfum.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar 2018 að gera breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Hof 1 í Öræfum, í greinargerð og á uppdrætti breytist eftirfarandi:

Breyting á uppdrætti 

Breyting er gerð á sveitarfélagsuppdrætti - Öræfi. Fært hefur verið inn á uppdrátt  svæðisafmörkun fyrir landnotkun verslun og þjónustu.

Breyting í greinargerð

Breyting verður gerð á töflu 16.2, verslun og þjónusta í Nesjahverfi og sveitunum. Breyting verður gerð á stærð svæðis fyrir [VÞ31]. 

Þar sem nú stendur í töflu 16.2:
[VÞ31]: Hof/Nónhamar. Verslun og þjónusta, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar og veitingahús og ýmis hreinleg atvinnustarfsemi. Uppbygging hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Svæðisafmörkun er 20 ha.
Mun standa (breytingar eru undirstrikaðar):
[VÞ31]: Hof/Nónhamar. Verslun og þjónusta, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar og veitingahús og ýmis hreinleg atvinnustarfsemi. Uppbygging hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Svæðisafmörkun er 21 ha.

Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030. Verslunar- og þjónustusvæði er við jaðar svæðis og er stærð þess skilgreint sem 20 ha fyrir breytingu en verður 21 ha eftir breytingu.

Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsstjóra sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn Hornafirði.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri.