Nýtt deiliskipulagi við Stórulág

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Myllulæk í landi Stórulágar.

Deiliskipulagið nær yfir rúmlega 11,3 ha landspildu úr landi Stórulágar 2. Deiliskipulagið tekur til 12 lóða á frístundasvæði auk tjaldsvæðis meðfram Myllulæk að norðanverðu. Í gildi er deiliskipulag á svæðinu frá október 1994 og fellur það úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Unnið er að óverulegri breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsvinnu.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 21. mars til 7. maí 2018.

Deiliskipulagstillaga

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögunnar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. maí 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri