Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar og deiliskipulag þétting byggðar í Innbæ

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með breytingunni er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. desember nk. til mánudagsins 3. febrúar 2020 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík

Aðalskipulag greinargerð - uppdráttur

Deiliskipulag greinargerð - uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur til mánudagsins 3. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri