Tillaga að deiliskipulagi fyrir moto cross

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skotsvæði.

Tillaga að deiliskipulag moto-cross svæði hljóðvistargreining

Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og tryggja fjölbreytni og möguleika til skipulegra æfinga. Ennfremur að færa starfsemi sem veldur hávaðamengun fjær byggðinni. Meginmarkmiðið er að byggja aðstöðu sem fullnægir öryggiskröfum og skapi ekki óþægindi fyrir íbúa sveitarfélagsins. 

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verðurtil kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 11. apríl 2017 til 26. maí 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. apríl og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri