Tillaga að deiliskipulagi Hafnarnes

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi að Hafnarnesi samkvæmt 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að efla byggð og styrkja atvinnulíf í sveitarfélaginu. Skipulagið tekur til uppbyggingar ferðarþjónustu, veitingareksturs, gistiaðstöðu, þvottahúss, verslun, minni gistihúsa, íbúðarhúsa, aðstöðuhúss og starfsmannaaðstöðu sem samræmist aðalskipulagi.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. desember nk. til mánudagsins 3. febrúar 2020.

Deiliskipulagstillaga

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til mánudagsins 3. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri