Tillaga að deiliskipulagi hitaveita í Hornafirði

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir hitaveitu í Hornafirði samkvæmt 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

 Megin markmið deiliskipulagsins er að setja ramma um fyrirhugaða starfsemi tengda hitaveitu og frekari stefnumörkun um uppbyggingu á iðnaðarsvæði í landi Hoffells/Miðfells í Sveitarfélaginu Hornafirði ásamt iðnaðarsvæði í landi Stapa.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 24. október nk. til mánudagsins 9. desember 2019.

Deiliskipulagstillaga uppdráttur

Deiliskipulagstillaga greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til mánudagsins 9. desember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri