Tillaga að deiliskipulagi þétting byggðar í Innbæ

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með breytingunni er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.

Tillagan var áður auglýst frá 19. desember 2019 til mánudagsins 3. febrúar 2020. Vakin er athygli á því að breytingar hafa verið gerðar frá áður auglýstri tillögu. Ein lóð var tekin út úr tillögunni og tveimur var hliðrað til. Við þverun á göngustíg var akbraut þrengd. Skilmálum hefur verið breytt m.t.t. grundunar húsa og aðgerða á framkvæmdatíma.

Tillagan verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 18. mars nk. til föstudagsins 30. apríl 2021.

Hér eru gögn á rafrænu formi 

greinargerð     uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 30. apríl 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is merkt „Þétting byggðar.“

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri