Tillaga að deiliskipulagi, verslunar- og þjónustusvæði við Skjólshóla, Hornafirði.

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 9. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði við Skjólshóla, Hornafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða vinnu við deiliskipulag er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030.

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að afmarka reit til þess að koma upp sjö litlum gistihúsum ásamt aðstöðu til að þjónusta þau. Afmarkaður er sérstakur reitur þar sem sameiginleg rotþró verður staðsett og geymsluskúr fyrir áhöld. Afmarkaðir eru tveir byggingarreitir innan deiliskipulagsins þar sem húsunum sjö verður komið fyrir. Gistihúsin verða einna hæðar með möguleika á svefnlofti.  Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Hafnar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 30. nóvember til 15. janúar 2018 einnig er hún aðgengileg hér-  deiliskipulagstillaga.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsstjóra í síðasta lagi 15. janúar 2018 annaðhvort á Hafnarbraut 27 eða á netfangið: skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri