Tillaga að deiliskipulagi við Reynivelli II

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir tillögu að deiliskipulag að Reynivöllum II skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að byggja upp ferðaþjónustu, gistingu og/eða hótel. Nýtt þjónustusvæði VÞ45 liggur sunnan þjóðvegar og er í landi Reynivalla II. Gert verður ráð fyrir hóteli á svæðinu auk þjónustu við ferðamenn og heimamenn svo sem vöru- og eldsneytissölu auk ýmis konar afþreyingu s.s. sölu á jökla- og gönguferðum, leiðsögn o.fl.

Tillagan var áður auglýst frá 29. janúar til 11. mars 2020. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST, Vegagerðinni, Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Veðurstofunni. Á grundvelli umsagna var unnið mat á flóðahættu á svæðinu. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem fram komu á auglýsingartíma. Þar sem meira en ár er liðið frá auglýsingu deiliskipulagsins þarf að auglýsa aftur.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 15. júní til 29. júlí 2021.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagið til 29. júlí 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skiplagsstjóri