Tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna hitaveitu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi.  

Aðalskipulagsbreyting felst í að skilgreina að nýtt iðnaðarsvæði í landi Hoffells og Miðfells þar sem er núverandi virkjunarsvæði RARIK. 

Megin markmið deiliskipulagsins er að setja ramma um fyrirhugaða starfsemi á svæðinu og frekari stefnumörkun um uppbyggingu á iðnaðarsvæði í landi Hoffells/Miðfells í Sveitarfélaginu Hornafirði ásamt iðnaðarsvæði í landi Stapa.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. júlí nk. til mánudagsins 3. september 2018 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík. 

Aðalskipulagstillaga Höfn - Nes og Lón - greinargerð

Deiliskipulag - uppdráttur - greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 3. september 2018. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

 

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri