Útboð - Hafnarbraut jarðvinna og lagnir

Útboð á verkinu - Hafnarbraut endurbætur jarðvinna og lagnir.

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið Hafnarbraut – endurbætur 2021 – Jarðvinna og lagnireins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.
Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum þessum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Útboð þetta felur í sér að koma fyrir nýjum fráveitu og neysluvatnslögnum frá nýjum brunnum á gatnamótum Hafnarbrautar og Víkurbrautar, úr 2. áfanga uppbyggingar fráveitu sem er þegar lokið, og að ráðhúsi sem stendur við Hafnarbraut 27 þar sem regnvatnslögn tengist núverandi brunni. Fyrir í hluta götunnar eru fráveitulagnir, vatnslagnir og niðurföll sem koma til með að leggjast af að stærstum hluta við framkvæmd þessa.

Helstu verkþættir

Um er að ræða að grafa fyrir lögnum, þ.e. skólplögnum og regnvatnslögnum, brunnum, sandföngum/niðurföllum og neysluvatnslögnum. Útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda kringum þær og fylla í lagnaskurð og jafna út fyllingu og ganga frá yfirborði undir jöfnunarlag undir malbik. Verkið inniheldur einnig rif og förgun á bundnu slitlagi og hellum í Hafnarbraut og gangstéttum meðfram henni og einnig rifi og förgun gamalla lagna, niðurfalla, brunna og annars sem getið er til í magnskrá.

Útboðsgögn

Útboðsgögn, dagsett í mars 2021, og bera nafnið: Hafnarbraut – endurbætur 2021 – Jarðvinna og lagnir og sundurliðast eftirfarandi:

  • Útboðslýsing gerð af Verkhof ehf. IST 30
  • Teikningar 301, 302 og 303 og verklýsingar gerðar af Verkhof ehf.
  • Tilboðseyðublað ásamt tilboðsskrá
  • Teikningar 101, 102 og 111 af götu til hliðsjónar gerðar af Eflu hf.

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds frá og með Þriðjudeginum 16 mars 2021, eftir klukkan 13:00 með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í Hafnarbraut – endurbætur 2021 –Jarðvinna og lagnir Höfn Hornafirði. Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Hafnarbraut endurbætur 2021 útboðsgögn“.

Skil og opnun tilboðs.

Tilboði skal skilað í lokuðu umslagi merktu bjóðanda og með eftirfarandi utanáskrift: Hafnarbraut – endurbætur 2021 – jarðvinna og lagnir Höfn Hornafirði, eigi síðar en fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði og verða þau opnuð samtímis í fundarsal sveitarfélagsins á 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veita:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413

Brynja Dögg Ingólfsdóttir brynja@hornafjordur.is sími 470-8003