Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið „Hafnarbraut/Víkurbraut – hellulögð gatnamót“ eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og er það skilgreint í útboðsgögnum þessum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Verkið felur í sér lagningu á helluyfirborði á og við gatnamótin Hafnarbraut-Víkurbraut. Helluyfirborðið nær inn á göturnar Hafnarbraut og Víkurbraut samkvæmt teikningum.
Helstu magntölur eru:
Jötunsteinn gráar 20x10x8 49 m2
Jötunsteinn hvítar 20x10x8 49 m2
Hellur á akbraut 20x10x8 764 m2
Hellur á akbraut miðlína litur 20x10x8 24 m2
Hellur á gangstétt 30x30x6 585 m2
Hellur á aðskilnaði gata/gangstétt 20x10x6 30 m2
Doppuhellur við gangbrautir 30x30 11 m2
Leiðilínur (hellur) við gangbrautir 30x30 7 m2
Steyptur kantur á jaðri hellulagnar 84 m.

Verktími

Áætlað er að verk geti hafist 30. júní 2021.
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2021.

Útboðsgögn

Útboðsgögn, dagsett í mars 2021, og bera nafnið: „Hafnarbraut/Víkurbraut – hellulögð gatnamót“ og sundurliðast eftirfarandi:

a) Útboðslýsing þessi dagsett í mars 2021.
b) Verklýsing áfest útboðslýsingu, dagsett í mars 2021.
c) Útboðsteikningar (sjá kafla 0.9 Teikningaskrá).
d) Tilboðsblað og tilboðsskrá.
e) Íslenskur staðall ÍST-30:2012, 6. gildandi - útgáfa, með þeim frávikum sem tilgreind eru
í kafla 0.3.6. Stangist ákvæði ÍST-30:2012 á við ákvæði útboðs- og/eða verklýsingar
skulu ákvæði ÍST-30:2012 víkja.
f) Lög um framkvæmd útboða, nr. 65/1993.
g) Lög um opinber innkaup, nr. 120/2016.
h) Aðrir staðlar og gögn sem vísað er til í ofan töldum gögnum.
i) Nýjasta útgáfa af ALVERK 95. Verkið skal vinna í samræmi við verklýsingu þessa en þar
sem vísað er í ritið ALVERK 95, (Almenn verklýsing fyrir vega- og brúargerð, fyrst
útgefið í Reykjavík í janúar 1995 af Vegagerðinni), skal vinna samkvæmt því.

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds frá og með föstudeginum 26. mars 2021, eftir klukkan 13:00 með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Hafnarbraut/Víkurbraut – hellulögð gatnamót“. Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Hafnarbraut/Víkurbraut – hellulögð gatnamót“.

Skil og opnun tilboðs.

Tilboði skal skilað í lokuðu umslagi merktu bjóðanda og með eftirfarandi utanáskrift: „Hafnarbraut/Víkurbraut – hellulögð gatnamót“ eigi síðar en miðvikudaginn 21. apríl 2021 kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Sveitarfélaginu Hornafirði og verða þau opnuð samtímis í fundarsal sveitarfélagsins á 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Geti bjóðandi ekki komið útfylltum útboðsgögnum á opnunarstað til opnunar, er heimilt að senda undirritað tilboð ásamt fylgigögnum með tölvupósti á netfangið bjorni@hornafjordur.is og skal það hafa borist áður en skilafrestur er runninn út en bjóðandi skal þá jafnframt hafa póstlagt með ábyrgðarpóstsendingu, a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram, gögn sem fylgja eiga tilboðinu og skal staðfesting þess efnis fylgja með tölvupóstinum. Berist tölvupóstur ekki í tæka tíð fyrir opnun tilboða er það á ábyrgð bjóðanda og telst tilboðið þá ógilt.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.


Nánari upplýsingar veita:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413 Brynja Dögg Ingólfsdóttir, brynja@hornafjordur.is sími 470-8003