Útboð - verkið Vöruhúsið

-Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 2 áfangi eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur á Vöruhúsinu sem verður gert í áföngum.

2. áfangi verksins sem þetta útboð felur í sér felast að mestu í endurbótum utanhúss.

Byggð eru 2 ný anddyri. Eitt að suðaustan sem er aðalanddyri nemanda og kennara grunnskólans og verður það fullklárað að utan. Annað að suðvestan sem er aðalinngangur að Fablab og tengdum rýmum og það rými verður bæði fullklárað að innan og utan. Einnig er byggt nýtt skyggni yfir inngang inn í kjallara suðaustanmeginn. Þá er einnig fyrirhugað að skipta út ónýtum gluggum í húsinu og endur glerja þá sem eru í lagi og mála húsið.

Helstu verkþættir eru:

Suðaustur hlið. Rif (Sögun/brot á veggjum)og förgun á útbyggingu og skyggni, Gröftur fyrir viðbyggingu og lögnum og endurnýjun/endurbætur á frárennslislögnum þar. Uppsteypa á nýju anddyri og skyggni með tilheyrandi raf og pípulögnum. Tilbúið að utan.

Suðvestur hlið. Smíði á nýju anddyri. Full klárað.

Annað. Smíði nýrra útihurða og glugga og ísetning þeirra sem og endurnýjum á gleri í öðrum gluggum. Þá verður húsið allt háþrýstiþvegið, gert við sprungur í burðarvirki og endurmálað. 

Útboðið innfelur fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðssins.

Útboðsgögn má nálgast frá og með fimmtudeginum 22 mars 2018 án endurgjals með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir að fá send útboðsgögn vegna „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 2 áfangi“

Útboðsgögn

  • Útboðslýsing
  • Verklýsingar
  • Teikningar hönnuða
  • Magnskrár og tilboðsblað

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði í afgreiðslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eigi síðar en fimmtudaginn 12 apríl 2018 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413