Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 32

Haldinn í ráðhúsi,
17.05.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Arna Ósk Harðardóttir 1. varamaður,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1705001F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 25
Sigrún Birna Steinarsdóttir kynnti tillögur Ungmennaráðs um breytingar á erindisbréfi ráðsins þar sem lagt er til að fulltrúar verði kosnir á árlegu unmennaþingi, þeim fjölgað úr fimm í sjö, varamenn verði þrír og allir boðaðir á fundi ráðsins. Fræðslu- og tómstundanefnd styður breytingatillögurnar en leggur auk þess til að fulltrúi Sveitarfélagsins í Ungmennaráði Suðurlands eigi jafnan sæti í ráðinu.

Fundargerð 25. fundar Ungmennaráðs lögð fram og samþykkt.
Almenn mál
2. 201705075 - Skóladagatal sameinaðs leikskóla 2017-2018
Fulltrúar leikskólans sitja fundinn undir liðum 1. - 3.

Skóladagatal leikskólans lagt fram og samþykkt að skólinn fái fimm skipulagsdaga og einn námskeiðsdag næsta skólaár.
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri, Harpa Þorgeirsdóttir fulltrúi starfsmanna,
3. 201705076 - Hugmyndasamkeppni um nafn á nýjan leikskóla
Nú þegar leikskólarnir Krakkakot og Lönguhólar hafa verið sameinaðir er búið að leggja þá niður í núverandi mynd og stofna nýjan leikskóla. Samþykkt er tillaga um verklag við val á nafni nýs leiskóla,þar sem efnt verður til hugmyndasamkeppni og tryggt að allir íbúar sveitarfélagsins geti tekið þátt. Ákveðið að tekið verði við tillögum um nafn til 5. júní og tillaga lögð fyrir fund nefndarinnar þann 21. júní n.k.
4. 201705122 - Reglur fyrir nýjan leikskóla
Fræðslu- og tómstundanefnd felur fræðslustjóra og leikskólastjóra að endurskoða reglur fyrir leikskóla og skila inn tillögu að breyttum reglum á næsta fundi.
5. 201705073 - Skóladagatal Tónskóla A-Skaft 2017-2018
Skóladagatal Tónskólans lagt fram og samþykkt.
 
Gestir
Jóhann Morávek skólastjóri
6. 201705107 - Kennslustundamagn GH 2017-2018
Fulltrúar Grunnskóla Hornafjarðar sitja fundinn undir liðum no. 5. - 9.

Nemendafjöldi grunnskólans er um 250 nemendur og stendur í stað milli ára. Úr 10. bekk útskrifast 26 nemendur sem voru í einum bekk og inn í skólann koma í 1. bekk 26 nemendur sem skipt verður í tvo bekki. Við kennslumagn skólans bætast því 37 kennslusutndir og heildarkennslumagn skólaárið 2017-2018 verður 747 kennslustundir í stað 710 í fyrra.

Umræður urðu um reiknilíkan kennslustundamagns sem fræðslu-og tómstundanefnd samþykkti á síðasta ári og er starfsmönnum falið að endurskoða það ásamt reglum.

 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri, Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
7. 201705072 - Skóladagatal Grsk. Hornafjarðar 2017-2018
Skóladagatal grunnskólans lagt fram og samþykkt. Umræður urðu um vetrarfrí og ákveðið að leggja spurningakönnun fyrir foreldra og starfsfólk næsta vetur til að kanna vilja þeirra til þess. Umræður urðu um fjölgun á leyfisdögum nemenda og eru foreldrar hvattir til að nota skipulögð skólaleyfi til ferðalaga og virða þannig námstíma nemenda.
8. 201705100 - Niðurstöður samræmdra prófa 2016-2017
Farið var yfir niðurstöður samræmdra prófa þetta skólaárið.
9. 201705101 - Niðurstöður úr skólapúlsi í GH
Þórgunnur fór yfir niðurstöður úr foreldra- og starfsmannakönnun skólapúlsins þar sem fram kom að ánægjan með skólastarfið hjá nemendum, kennurum og foreldrum eykst milli ára.
10. 201705085 - Skólaakstur 2017-2018
Umræður urðu um akstur heim að dyrum á hverjum bæ þar sem afleggjarar eru mismunandi að lengd. Fræðslustjóra falið að kanna hversu mikið aksturstími skólabílsins myndi styttast ef foreldrar ækju börnunum að þjóðvegi. Aksturskrá skólabíls fyrir næsta skólaár lögð fram og samþykkt.
11. 201612006 - Kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Umbótaáætlanir samkvæmt bókun 1, í kjarasamningi FG og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem unnar hafa verið með kennurum Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum í Hofgarði lagðar fram til kynningar.
12. 201302035 - Velferðarteymi fundargerðir
Fundargerðir velferðarteymis lagðar fram til umræðu.
13. 201705078 - Gæðaviðmið fyrir frístundastarf
Drög að gæðaviðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir frístundastarf 6.-9. ára barna lögð fram til kynningar.
14. 201705050 - Skýrslur Rannsókna og greininga 2017
Skýrslur Rannsókna og greiningar um Hagi og líðan nemenda í 5. - 7. bekk og Vímuefnanotkun nemenda í 8. - 10. bekk lagðar fram til kynningar og umræðu. Fram kom að áfengisneysla ungmenna á Höfn er meiri en meðal jafnaldra þeirra annars staðar. Grunnskólinn hefur ákveðið og byrjað er að funda með foreldrum nemenda í hverjum árgangi fyrir sig í 6. - 10. bekk um niðurstöðurnar og aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Fræðslu- og tómstundanefnd hvetur foreldra til að standa saman um að leggja rækt við verndandi þætti gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna svo sem með aukinni samveru foreldra og barna og þátttöku þeirra í skipulögðu tómstundastarfi.
15. 201705116 - Forvarna- og ungmennastarf
Undanfarin 10 ár hafa starfsmenn í tómstunda- og æskulýðsstarfi verið í starfinu í eitt ár í senn að undanskildum árunum 2014-2016. Það hefur þýtt að við hver starfsmannaskipti fer starfið á byrjunarreit og engin langtímauppbygging hefur orðið í faglegum skilningi.
Í skýrslu Rannsókna og greininga um áfengis- og vímuefnanotkun ungmenna á Hornafirði mælist neysla yfir landsmeðaltali. Annar af tveimur stærstu fyribyggjandi þáttum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu er skipulagt tómstundastarf.

Í ljósi þessa hvetur Fræðslu- og tómstundanefnd bæjarráð til þess að endurmeta þörfina fyrir faglegt starf á sviði æskulýðs- og tómstundamála. Nefndin felur fræðslustjóra í samvinnu við bæjarráð að skilgreina störf á þessum vettvangi og auglýsa eftir starfsmönnum sem allra fyrst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til baka Prenta