Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 835

Haldinn í ráðhúsi,
16.11.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1711009F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 289
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
2. 1711006F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 39
Farið yfir fundargerð. Rætt um skólaakstur og upphaf skóla. Farið yfir mönnunarmál á leikskólanum Sjónarhól.
Bæjarráð hrósar ungmennaráði fyrir vel heppnað ungmennaþing og það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála sem þar komu fram.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Almenn mál
3. 201711023 - Þjónusta við fjölskyldur af erlendum uppruna
Borist hefur umsókn frá þroskaþjálfa með meistaragráðu í uppeldissálfræði og reynslu af vinnu með innflytjendum. Fræðslustjóri fór yfir að það vantar í 50% stöðu í stoðþjónustu innan leikskólans og þörf sé fyrir að efla þjónustu við fólk að erlendum uppruna.
Bæjarráð felur fræðslustjóra að útfæra málið með félagsmálastjóra.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Lovísa Rósa Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
4. 201701040 - Stuðningur við foreldra barna sem komast ekki inn á leikskóla.
Fræðslustjóri fór yfir málið.
Bæjarráð samþykkir að fella út ákvæði um hámarksaldur í reglum um foreldragreiðslur. Reglurnar falla úr gildi 15. júlí 2018.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Lovísa Rósa Bjarnadóttir tók aftur sæti á fundinum.
5. 201709550 - Gæsla í skólabíl
Fræðslustjóri fór yfir málið.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdótir fræðslustjóri
6. 201711032 - Persónuverndarlög: innleiðing reglugerðar, starfshættir
Bæjarstjóri fór yfir málið og upplýsti að hér er um nokkuð stórt verkefni fyrir sveitarfélagið. Gildistaka laganna er 25. maí 2018.
7. 201711038 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Böltavegur af vegaskrá
Erindi Vegagerðarinnar dagsett 9. nóvember 2017 um fyrirhugaða niðurfellingu Böltavegar nr.9897-01 af vegaskrá.

Bæjarráð gerir ekki athugsemdir við áformin en hvetur Vegagerðina til að upplýsa Vatnajökulsþjóðgarð um málið.
8. 201711028 - Styrkumsóknir fyrir starfsárið 2018 Bæjarráð
Lagt fram til kynningar og felur starfsmönnum að taka saman greinagerð.
9. 201711039 - Beiðni um styrk Bændur græða landið 2017
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð 54.000 kr. til verkefnisins.
10. 201709222 - Fundargerðir stjórnar Nýheima 2017
Fundargerð stjórnar Nýheima nr. 88

Í 2. lið fundargerðar kemur fram að Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið yfir þjónustu við háskólanema sem áður var á könnu Háskólafélags Suðurlands. Bæjarráð velti upp hver þjónusta Háskólafélags Suðurlands er hér á svæðinu eftir þessa breytingu og framhaldi sveitarfélagsins á eignarhlut í háskólafélaginu. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Háskólafélags Suðurlands um málið.
88.fundur 08.11.2017.pdf
11. 201709051 - Fundargerðir SASS 2017
Fundargerð aðalfundar SASS haldinn á Hótel Selfossi 19. og 20. október 2017.

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð ársþing SASS 2017.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:54 

Til baka Prenta