Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnumálanefnd - 34

Haldinn í ráðhúsi,
22.11.2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Hlíf Gylfadóttir aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir 1. varamaður,
Adisa Mesetovic Fulltrúi ungmennaráðs,
Ottó Marvin Gunnarsson 1. varamaður,
Árdís Erna Halldórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Árdís Erna Halldórsdóttir, Atvinnu- og ferðamálafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
Bergþóra setur fund og býður fundarmenn velkomna.
Bergþóra víkur af fundi og Herdís Waage tekur hennar sæti.
1. 201709394 - Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn
Lagt fram til kynningar.

Fundarmenn fagna slíkum metnaðarfullum tillögum og telja þær falla vel að ímynd bæjarins sem sjávarþorps. Jafnframt er lögð áhersla á að slík starfsemi falli vel að annarri atvinnustarfsemi í nágrenninu, bæði hafnartengdri sem og veitinga- og ferðaþjónustu.
Herdís fer af fundi og Bergþóra tekur aftur sæti.
2. 201709281 - Fjallskilasamþykkt
Unnið er að gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir Austur-Skaftafellssýslu. Lagt fram til umræðu.

Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga héldu opinn fund með bændum þann 7. nóvember sl. vegna yfirstandandi vinnu við gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir Austur-Skaftafellsssýslu. Jón Jónsson hdl. frá Sókn Lögmannsstofu og ráðgjafi vegna fjallskilamála mætti á fundinn, en hann hefur verið ráðinn af sveitarfélaginu til að vera innan handar við vinnuna. Á fundinum kom fram að fjallskilasamþykktir þurfa að lúta að lögum um fjallskil, en að sveitarfélög hafi síðan ákveðið svigrúm innan þess ramma. Nokkrar tillögur og athugasemdir komu fram á umræddum fundi. Starfsmanni er falið að óska eftir frekari tillögum frá hagsmunaaðilum, í samvinnu við Búnaðarsambandið. Tillögur skulu sendar inn fyrir 3. desember nk.


Fjallskilasamþykkt fyrir Austur Skaftafellssýslu 1999.pdf
Lög um afréttamálefni, fjallskil o fl 6 1986.pdf
3. 201709257 - Samstarf í ferðamálum á Suðurlandi
Starfsmaður upplýsir um helstu verkefni.

Virkt samstarf er í stoðkerfi ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Unnið er sameiginlega að stefnu- og kynningarmálum, t.d. með útgáfu bæklinga, með sameiginlegum bás á ferðakaupstefnum ofl.
Kort fyrir Suðausturland 2017-2018 597x480mm.pdf
4. 201711056 - Atvinnu- og rannsóknasjóður 2018
Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og rannsóknasjóður Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður auglýstur til úthlutunar í byrjun desember. Umsóknarfrestur verður til og með 9. janúar 2018. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á heimasíðu sveitarfélagsins.
Atvinnu- og rannsóknarsjóður -Matsrammi fyrir rannsóknarþátt.pdf
Atvinnu- og rannsóknarsjóður - Matsrammi fyrir atvinnuþátt.pdf
Atvinnu- og rannsóknarsjóður -Matsrammi fyrir rannsóknarþátt 2016.pdf
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH 2016-atvinnuþáttur.pdf
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH 2016-rannsóknarþáttur.pdf
Reglur um atvinnu- og rannsóknasjóð 2015.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta