Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 322

Haldinn í ráðhúsi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir 2. varamaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202404081 - Ársreikningur 2023
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn hefur fengið kynningu í bæjarráði að viðstöddum aðalmönnum í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkti ársreikninginn og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 457 m.kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 309 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 6.254 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam um 5.381 m.kr.

Veltufé frá rekstri A og B hluta var 816 m.kr. og 598 m.kr. í A hluta. Eiginfjárhlutfall A og B hluta í árslok nam 72,7% og 73,4% í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,33 í A og B hluta og 1,52 í A hluta.

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 2.345 m.kr. í árslok 2023 en 1.946 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2023 var 56% og skuldaviðmið 29%, sem er vel undir 150% hámarki viðmiðunarreglu samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Bæjarstjóri lagði til að ársreikningi 2023 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 202404066 - Urðunarstaður Grænt bókhald 2023
Starfsmenn sveitarfélagsins og KPMG hafa tekið saman grænt bókhald fyrir urðunarstaðinn á Mel í landi Syðri-Fjarðar í Lóni. Samtals voru urðuð 1.874 tonn af úrgangi á urðunarstaðnum árið 2023 og þar af voru 1.422 tonn, eða 76% óendurvinnanlegur úrgangur og 24% fór í jarðgerð. Urðaður úrgangur dróst saman um 133 tonn frá árinu 2022 og 167 tonn frá árinu 2021. Af heildarúrgangi á urðunarstaðnum voru 351 tonn, eða 19%, sem koma frá heimilum og 81% frá fyrirtækjum.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti grænt bókhald urðunarstaðar í Syðri-Firði fyrir árið 2023 og bar tillöguna upp til atkvæða.

Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls.

Samþykkt með sjö atkvæðum.
Grænt bókhald 2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til baka Prenta