Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 861

Haldinn í ráðhúsi,
18.06.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 2. varamaður,
Ásgrímur Ingólfsson ,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
Ásgrímur og Róbert viku af fundi eftir fyrsta lið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201806038 - Sveitarstjórnarkosnignar 2018 kynning og kjörbréf
Kynning á starfsemi sveitarfélagsins.

Ólöf og Bryndís fóru yfir störf bæjarstjórnar.
2. 201806023 - Kvörtun vegna matarvagns Hafnarbraut 6
Erindi Heimis S. Karlssonar þar sem hann bendir á að veitingavagn stendur á Hafnarbraut 6 án þess að hafa stöðuleyfi.

Ekki er stöðuleyfi fyrir söluvagni við Hafnarbraut 6.
Vísað til starfsmanna að svara erindinu og gera eigandum veitingavagnsins viðvart.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
3. 201806013 - Fráveita og vatnsveita Hagaleiru
Kostnaðaráætlun vegna jarðvinnu við Hagaleiru/Álaleiru lögð fram.

Starfsmanni falið að bjóða verkið út og vísað til gerð viðauka við fjárhagsáætlun og fjármagn tekið af rekstarniðurstöðu ársins.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
4. 201710033 - Malbikunarframkvæmdir 2018
Gunnlaugur fór yfir stöðu mála við malbikun á Höfn.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
5. 201805079 - Fjárhagsáætlun 2018: Viðauki II
Gildandi fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar fyrir nýja fulltrúa ásamt því að farið var yfir stöðu framkvæmda.

 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
6. 201806049 - Fasteignagjöld 2019
Ásgerður greindi frá að skoða eigi lækkun fasteignagjalda.
Starfsmanni falið að setja upp sviðsmyndir af lækkun fasteignagjalda og öðrum gjöldum tengdum íbúðarhúsnæði fyrir næsta fund bæjarráðs.
7. 201806028 - Skipulag: Skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði
Farið yfir ferli að skipulagi og framkvæmdavinnu við íþróttasvæði.
8. 201711032 - Persónuverndarlög: innleiðing reglugerðar, starfshættir
Farið yfir ný lög um persónuvernd og innleiðingu laganna hjá sveitarfélaginu.
9. 201805104 - Stefna Ice Lagoon ehf: Athafnir sveitarfélagsins 2010 til 2017
Stefna Ice Lagoon gegn sveitarfélaginu verður þingfest þann 6. september nk.
10. 201802088 - Stefna: Landvernd Hollvinir Hornafjarðar framkvæmdarleyfi hringvegar
Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um frávísun málsins.
11. 201806031 - Fyrirspurn um raforkukaup
Erindi frá Orkumiðlun ehf. dags. 4. júní þar sem óskað er efitr gögnum í tengslum við raforkaup sveitarfélagsins.

Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um raforkukaup sveitarfélagsins og svara erindinu.
12. 201806030 - Hraðatakmarkanir við Freysnes
Erindi frá Önnu Maríu Ragnarsdóttur þar sem óskað er eftir að vegagerðin setji þrengingu á veginn við Freysnens þar sem umferðarhraði er mikill og getur skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur.

Farið var yfir erindið og lagt til að boðið verði upp á að setja upp hraðavarnarskilti við Freysnes í samstarfi við Vegagerðina.
Starfmanni falið að vinna áfram að málinu.
Merkingar Freysnes2.pdf
13. 201805092 - Ný reglugerð um styrkveitingu úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga
Í reglugerðinni kemur fram að skilyrði þess að veittir séu styrkir úr sjóðnum sé til bygginga hæfingastöðva til að sinna lögbundnu hlutverki sveitarfélaga til hæfingar fatlaðs fólks.

Lagt fram til kynningar.
14. 201805124 - Umsögn um útgáfu leyfa Nónhamar ehf.
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 30. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn vegna gistingar í flokki II frá Nónharmri ehf.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins.
15. 201805044 - Umsögn um útgáfu leyfa Nýibær Guesthouse
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 10. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn vegna gistingar í flokki III fyrir Nýjabæ Guesthouse.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins.
16. 201804021 - Umsögn um útgáfu leyfa Reipstindur
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Reipstind ehf.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins.
17. 201805054 - Umsögn um útgáfu leyfa Selbakki
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 4. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn vegna gistingar í flokki II frá Selbakka ehf.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins.
18. 201806043 - Umsögn um útgáfu leyfa Karlakórinn Jökull
Erindi frá Sýslumanni dags. 13. júní þar sem óskað er eftir umsögn vegna dansleikjahalds Karlakórsins Jökuls.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins.
180614 ums til sveitastjórnar karlakórinn Jökull.pdf
Umsögn Eldvarnafulltrúa nr 18-4165.pdf
0233_001.pdf
19. 201806016 - Auka aðalfundur SASS 2018
Aukaaðalfundur SASS verður haldinn 26.-27. júní.

Lagt fram.
Bréf með kjörgögnum aukaaðalfundur 2018.pdf
20. 201806032 - Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Kára 2017
Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Kára lögð fram til kynningar.

21. 201802006 - Fundargerðir: stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
fundargerð stjórnar nr.860

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 860.pdf
22. 201805109 - Ársskýrsla HAUST 2017
Lagt fram til kynningar.
Ársskýrsla HAUST 2017.pdf
23. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerðinn lög fram til kynningar.
533.-fundur-stjórnar-SASS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta