Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 41

Haldinn í heilsugæslustöð,
02.10.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason aðalmaður,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir starfsmaður HSSA,
Elín Freyja Hauksdóttir starfsmaður HSSA,
Ragna Pétursdóttir fulltrúi starfsmanna,
Haukur Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi,
Elín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir 1. varamaður,
Matthildur Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur samþykkt að farið verði í byggingu á hjúkrunarheimili á Hornafirði. Boðað hefur verið til fundar í Velferðarráðuneytinu á morgun miðvikudag 3. október. Matthildur fer á fundinn þar sem fyrstu skref framkvæmdarinnar verða skipulögð. Tryggja verður að 4 sjúkrarými, til viðbótar við þau 30 hjúkrunarrými, fái rými innan nýbyggingarinnar. Heilbrigðis- og öldrunarnefnd fagnar því að ferlið skuli vera hafið.
2. 201808032 - Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.

Unnið er að innleiðingu nýrra persónuverndarlaga. Innleiðingin er flókin og mun taka tíma. Persónuverndarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Auðun Helgason lögræðingur.
3. 201803002 - Rekstrarstaða HSU Hornafirði 2018
Reksturinn er í jafnvægi.
4. 201808045 - Staða framkvæmdastjóra HSU Hornafirði
Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Döddu Ásmundardóttur í stöðu framkvæmdastjóra HSU Hornafirði. Hún mun hefja störf í nóvember. Heilbrigðis- og öldrunarnefnd býður Guðrúnu Döddu velkomna til starfa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta