Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 255

Haldinn í ráðhúsi,
16.10.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Erla Þórhallsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1809005F - Bæjarráð Hornafjarðar - 869
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1809008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 870
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1809015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 871
Sæmundur Helgason tók til máls undir lið 18 um samgönguáætlun 2019-2023. Lagði til að bæjarstjórn geri bókun bæjarráðs að sinni:
"Bæjarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við og lýsir miklum vonbrigðum yfir að vegstytting yfir Hornafjarðarfljót (hringvegur um Hornafjörð) skuli ekki vera að fullu fjármögnuð á þessari áætlun og að framkvæmdum verði frestað til 2021. Það hefur verið einhugur í bæjarstjórnum undanfarinna ára um framkvæmdina. Margra ára undirbúningsvinnu er lokið og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Bæjarstjórn skorar á samgönguráðherra og þingmenn að endurskoða framlagða áætlun."
Ásgerður tók einnig til máls undir 18. lið fundargerðarinnar og tók undir orð Sæmundar.
Forseti bar tillögu Sæmundar upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1810001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 872
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1809004F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 254
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201809067 - Ráðning framkvæmdastjóra HSU Höfn
Forseti greindi frá ráðningu framkvæmdastjóra HSU á Hornafirði.
Sjö umsækjendur voru um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka.
Bæjarráð samþykkti að ráða Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur til starfsins eftir að Capacent hafði unnið faglegt mat á umsækjendum. Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar þar sem um lykilstjórnanda er að ræða.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 201808032 - Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins var unnin með lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 að leiðarljósi.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki nýja persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
8. 201809027 - Gjaldskrá sundlaugar 2019
Lagt er til að hækka staka tíma úr kr. 900 í kr. 950, barnagjald úr kr. 200 í kr. 250, fjölskylduverð úr kr. 2.000 í kr. 2.200- og árskort fullorðinna úr kr. 29.800 í kr. 31.000- Aðrir liðir verði ekki hækkaðir.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á gjaldskrá sundlaugar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201809028 - Skólagjöld Tónskóla 2019
Lagt er til að hækka skólagjöld Tónskólans um 5% á árinu 2019 til þess að ná því markmiði að skólagjöld standi undir rekstrarkostnaði þegar laun og innri leiga eru undanskilin. Með því er markmiðum 11. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla náð.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki hækkun á skólagjöldum tónskólans.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Gjaldskrá Tónskólans 2019.pdf
10. 201809070 - Ákvörðun um endurskoðun á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030
Skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum að ekki yrði farið í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Sæmundur Helgason tók til máls.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki ákvörðun skipulagnefndar og fari ekki í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 201807018 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi - Hellisholt
Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 við Hellisholt. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar- og þjónustusvæði að Hellisholti. Breytingin tekur yfir um 10 ha svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði en hluti þess svæðis verður skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði eftir breytingu. Svæðið verður afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar verða settir í greinargerð.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirhugaða lýsingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030 og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201710081 - Aðalskipulagsbreyting: Hitaveita á Hornafirði
Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að staðsetja nýtt iðnaðarsvæði í landi Hoffells og Miðfells þar sem er núverandi virkjunarsvæði RARIK. Staðsetning stofnæðar frá virkjunarsvæði RARIK að Höfn verður sýnd á skipulagsuppdrætti, auk þess sem sett verður inn nýtt iðnaðarsvæði þar sem dæluhús verður við hitaveitulögn. Þannig er verið að setja ramma utan um framkvæmdina og tryggja að framkvæmdin hafi sem minnst umhverfisáhrif. Samhliða er unnið að deiliskipulagi af svæðinu þar sem settir verða frekari skilmálar um framkvæmdina, þ.m.t. um frágang svæðis og útlit mannvirkja.

Skipulagið var í kynningu frá 19. júlí til 3. september sl. og bárust athugasemdir sem skipulagsnefnd hefur brugðist við.
Forseti lagði til að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum, samþykki fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 32. gr. skipulagslaga. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting hitaveita á Höfn - Greinargerð.pdf
Greinargerð vegna ask breytingar við Hoffell.pdf
13. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Megin markmið deiliskipulagsins er að setja ramma um fyrirhugaða starfsemi á svæðinu og frekari stefnumörkun um uppbyggingu á iðnaðarsvæði í landi Hoffells/Miðfells ásamt iðnaðarsvæði í landi Stapa. Þá verður gerð grein fyrir framkvæmdinni og lagningu stofnæðar frá fyrirhuguðu framkvæmdasvæði inn í þéttbýlið á Höfn.
Skipulagssvæðið tekur til tveggja svæða, auk þess sem framkvæmd er lýst og gerð grein fyrir stofnlögn til þéttbýlis á Höfn.


Skipulagið var í kynningu frá 19. júlí til 3. september sl. og bárust athugasemdir sem skipulagsnefnd hefur brugðist við. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Forseti lagði til að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum, samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag, hitaveita í Hornafirði. Greinargerð.pdf
Deiliskipulag, hitaveita í Hornafirði. Uppdráttur.pdf
14. 201802086 - Deiliskipulag Stórulág
Deiliskipulagið nær yfir rúmlega 11,3 ha landspildu úr landi Stórulágar 2. Deiliskipulagið tekur til 12 lóða á frístundasvæði auk tjaldsvæðis meðfram Myllulæk að norðanverðu. Í gildi er deiliskipulag á svæðinu frá október 1994 og fellur það úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Unnin var óveruleg breyting á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsvinnu og hefur breytingin öðlast gildi.

Deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 21. mars til 7. maí sl. og bárust athugasemdir vegna hennar sem skipulagsnefnd hefur brugðist við.
Forseti lagði til að bæjarstjórn geri svör skipulagsnenfndar að sínum og samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag Stórulág, uppdráttur og greinargerð.pdf
15. 201710084 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra vegna heimavirkjunar við Reynivelli II
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna heimavirkjunar að Reynivöllum II. Fyrirhugað afl vatnsaflsvirkjunar er 120 kw. og verður lögð um 500 m. þrýstipípa frá miðlunarlóni að stöðvarhúsi.
Einnig verður lagður vegslóði frá enda núverandi vegslóða að miðlunarlóninu. Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum og telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum og leggur til að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 777/2012 að fengnu samþykki annarra landeigenda.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reynivellir heimavirkjun - lýsing framkvæmda.pdf
16. 201806025 - Grenndarkynning: Hagatún 8, nýr kvistur
Grenndarkynning vegna byggingu kvists og áhaldageymslu að Hagatúni 8 hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga frestur til að skila inn athugasemdum var til 25. september sl. Engar athugasemdir bárust.

Björgvin Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu og byggingaráform.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
17. 201809022 - Grenndarkynning: Bílskúr að Miðtúni 24
Grenndarkynning vegna nýs bílskúrs og sólstofu að Miðtúni 24 hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga frestur til að skila inn athugasemdum var til 12. október sl. Engar athugasemdir bárust.

Björgvin Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu og byggingaráform.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
18. 201810019 - Umsókn um lóð Álaleira 15
Umsókn Claudia Maria Hildeblom um lóð að Álaleiru 15 lögð fram. Bæjarráð mælti með úthlutun lóðarinnar.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
19. 201807002 - Umsókn um lóð: Ófeigstangi 8 og 10
Forseti bar umsóknina upp til atkvæða. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Bæjarráð Hornafjarðar - 869 (17.9.2018) - Umsókn um lóð: Ófeigstangi 8 og 10.pdf
20. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta