Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 873

Haldinn í ráðhúsi,
15.10.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201808068 - Fjárhagsáætlun 2019
Farið yfir stöðu framkvæmda og áætlaðar framkvæmdir ársins 2019.
2. 201810020 - Ósk um styrk til miðlunar
Erindi frá Ungmennafélaginu Sindra þar sem óskað er eftir samstarfi um kaup á upptökubúnaði. Vísað til áframhaldandi vinnu og skoðunar hjá starfsfólki.
3. 201810030 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Starfsmönnum falið að senda inn umsókn um byggðakvóta.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.pdf
4. 201810013 - Fyrirspurn um tannlæknaaðstöðu í nýju hjúkrunarheimili
Erindi frá Héðni Sigurðssyni þar sem vakin er athygli á þörf fyrir tannlæknaaðstöðu í nýju hjúkrunarheimili.
Vísað til stýrihóps um undirbúning byggingar nýs hjúkrunarheimilis.
5. 1805110 - Nýr lóðarsamning og ósk um stækkun á lóð: Bogaslóð 4
Vísað til skipulagsnefndar.
6. 201810029 - 21. ársfundur Umhverfisstofnunar 8.nóvember 2018
Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.pdf
7. 201810028 - Rekstrarstyrkur til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2019
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019.pdf
8. 201802006 - Fundargerðir: stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
Fundargerð lögð fram til kynningar. Á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri 26.-28. september sl. var Ásgerður K. Gylfadóttir formaður bæjarráðs kjörin í stjórn sambandsins til næstu fjögurra ára. Bæjarráð óskar Ásgerði innilega til hamingju með kjörið.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 863.pdf
9. 201709447 - Akurey
Bæjarráð felur umsjónamanni eigna og framkvæmda að leita tilboða í förgun Akureyjar.
10. 201810022 - Álagningareglur 2019
Rætt um forsendur og mögulegar breytingar á álagningarreglum. Ákvörðun þarf að liggja fyrir við fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn í nóvember.
11. 201810032 - Umsögn: Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda, 19. mál.
Bæjarstjóra og verkefnastjóra fjölmenningar falið að senda inn umsögn.
12. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Bæjarstjóri fór á fund stýrihóps um byggingu hjúkrunarheimilis á Hornafirði. Þar sem dregist hefur að nýr framkvæmdastjóri HSU Hornafirði hefji störf er óskað eftir skipun annars fulltrúa frá Hornafirði í hópinn. Næsti fundur hefur verið boðaður 17. október.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum.
Bæjarráð samþykkir að Ásgerður formaður bæjarráðs komi inn í stýrihóp um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í stað framkvæmdastjóra HSU Hornafirði.
13. 201810034 - Tilkynning um niðurfellingu Hoffellsvegar af vegskrá
Sveitarfélagið Hornafjörður telur að ekki sé heimilt að fella Hoffellsveg nr. 984-01 af vegskrá á þeim rökum að ekki sé föst búseta fyrir hendi. Vegagerðin vísar í c lið 2. mgr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 en þar segir:

"Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum,opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar.]1) Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg."

Sveitarfélagið Hornafjörður vill benda á að við enda Hoffellsvegar er Hoffellskirkja staðsett. Þar er starfsemi sem uppfyllir ofangreind skilyrði.
Vegna niðurfellingar Hoffelsvegar nr. 984-01.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta