Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 879

Haldinn í ráðhúsi,
26.11.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Ásgrímur Ingólfsson 1. varamaður,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1811003F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 302
Fundargerð samþykkt.
2. 1811004F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 42
Fundargerð samþykkt.
3. 1810014F - Menningarmálanefnd - 46
Umræður um framtíð Miklagarðs.
Fundargerð samþykkt.
4. 1810013F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 50
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Almenn mál
5. 201808068 - Fjárhagsáætlun 2019
Farið yfir fjárhagsáætlun 2019.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
6. 201811067 - Fjárhagsáætlun 2018: Viðauki III
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka III við fjárhagsáætlun 2018. Málinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
7. 201811055 - Aukafundur með Ungmennaráði
Föstudaginn 29. nóvember kl. 16:10 verður sameiginlegurfundur bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar með ungmennaráði sveitarfélagsins, ungmennaráð Suðurlands verður gestur fundarinns og kynnir handbók fyrir ungmennráð á Suðurlandi. Kynntar verða niðurstöður af ungmennaþingi sem haldið var í Nýheimum 29. október sl.
8. 201811047 - Umsókn um styrk vegna uppbyggingu klifurveggs í Öræfum
Vísað til styrkúthlutunarvinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
9. 201805076 - Ósk um samstarfssamningur: Uppbygging á nýju svæði félagsins
Vísað til fræðslustjóra.
10. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Umræður um 3. lið almenningsamgöngur, bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SASS og lýsir yfir áhyggjum yfir því að ekki sé búið að semja um rekstur almenningssamgangna fyrir árið 2019.
Fundargerðin lögð fram að öðru leiti til kynningar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
11. 201808055 - Umf. Sindri: Samstarfssamningur 2018
Lárus og Björgvin fóru yfir samning og starfsemi allra deilda Íþróttafélagsins Sindra á Höfn.
Bæjarráð leggur til að gera samning við Sindra til eins árs og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.
 
Gestir
Lárus Páll Pálsson framkvæmdastjóri Sindra
Björgvin Erlendsson körfuboltadeild Sindra
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Ásgrímur vék af fundi kl. 17:25 Björgvin Sigurjónsson sat fundinn undir liðum 4 og 11.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta