Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 45

Haldinn í heilsugæslustöð,
05.03.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Kolbrún Reynisdóttir varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason aðalmaður,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir starfsmaður HSSA,
Helena Bragadóttir starfsmaður HSSA,
Ragna Pétursdóttir fulltrúi starfsmanna,
Haukur Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201811019 - Málþing um stöðu eldri borgara
Undirbúningur málþings eldri borgara.
Búmenn hafa áhuga á, að kynna starfsemi sína og jafnvel taka þátt í málþinginu.


Fundur fjallaði um málþingið. Farið yfir hugmyndir að erindum eins og fá erindi frá Búmönnum, formanni Landsambands eldri borgara, um verkefni Reykjavíkurborgar sem ber heitið Endurhæfingin heim. Matthildur bæjarstjóri lagði til, að gerð verði þarfagreining á búsetuþörf heldri borgara sem hluti af undirbúningi málþingsins.
Nefndin mælist til þess, að settur verði af stað starfshópur til undirbúnings málþingsins. Lagt er til, að eftirfarandi fulltrúar verði í þeim hópi; framkvæmdarstjóri HSU Hornafirði, félagamálastjóri, formaður Félags eldri Hornfirðinga, fulltrúi Öldungaráðs ásamt fulltrúa stjórnsýslunnar sem bæjarráð skipar. Framkvæmdarstjóra falið að kostnaðarmeta málþingið og undirbúning þess ásamt að leggja fram umsókn til bæjarráðs vegna þess.
2. 201810039 - Fjárhagsáætlun 2019
Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði fyrir 2019 var lögð fram og samþykkt af nefndinni og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 201903011 - Rekstrarstaða heilbrigðisstofunar suðurlands á Hornafirði 2019
Rekstrarstaða HSU Hornafirði kynnt.

Framkvæmdarstjóri greindi frá að rekstur væri í jafnvægi og leggur fram rekstrarstöðu á næsta fundi.
4. 201710029 - Heimaþjónusta - samþætting
Samþætting félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Verkefnið kynnt og staða þess. Erindisbréf starfshópsins lagt fram til kynningar.

Nefndin fagnar því, að þessi starfshópur sem komin á laggirnar. Starfshópurinn er hvattur til þess, að vinna hratt og vel að verkefninu. Mikilvægt er, að rýmin nýtist sem best þeim þjónustuþegum sem húsnæðið er hugsað fyrir.
5. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Staða byggingar nýs hjúkrunarheimilis kynnt.

Framkvæmdarstjóri fór yfir stöðu málsins og kynnti auglýsinguna fyrir hönnunarsamkeppninni sem var auglýst 15. febrúar síðastliðinn.
6. 201901127 - Starfsleyfi heilbrigðisstofnunar HSU Hornafirði
HSU Hornafirði hefur fengið endurnýjað starfsleyfið og það kynnt fyrir nefndinni.

Lagt fram til kynningar.
7. 201902078 - Minnisblað um áherslumál HSU Hornafirði - kynnt stjórnamálaflokkum
Framkvæmdarstjóri HSU Hornafirði kynnir minnisblað sem hún tók saman í tengslum við kjördæmadaga stjórnamálaflokka. Var þetta minnisblað sent í kjölfarið á alla stjórnmálamenn kjördæmisins.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta