Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 55

Haldinn í ráðhúsi,
17.04.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Nejra Mesetovic aðalmaður,
Þóra Björg Gísladóttir aðalmaður,
Ragnar Logi Björnsson aðalmaður,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
9. 1903010F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 42
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
11. 201605078 - Unglingalandsmót 2019
Fram kom að ákveðið hefur verið að senda út dreifibréf í öll hús á næstu dögum þar sem minnt er á landsmótið, óskað eftir sjálfboðaliðum og auglýstur íbúafundur. Íbúafundurinn verður í Nýheimum þann 8. maí n.k. kl. 20:00 en þar verður farið yfir keppnisgreinar og hlutverk sjálfboðaliða. Fræðslu- og tómstundanefnd hvetur íbúa til að mæta á fundinn og taka þátt í sjálfboðavinnu meðan á mótinu stendur og í aðdraganda þess.
14. Fundargerð landsmót 2019.pdf
Almenn mál
1. 201903089 - Sjónarhóll: Skóladagatal 2019-2020
Stjórnendur Sjónarhóls fara fram á að bæta tveimur skipulagsdögum við þá fimm sem reglur um starfsemi leikskóla gera ráð fyrir. Þessir tveir dagar verði nýttir til skipulags og námskeiða áður en skólastarf hefst að nýju eftir sumarfrí.

Mikil uppbygging í faglegri starfsemi hefur átt sér stað í nýjum sameinuðum leikskóla. Verið er að vinna nýja skólanámskrá, starfsáætlanir, skipulag innra mats, uppfylla ákvæði persónuverndarlaga o.fl Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir skóladagatal leikskólans Sjónarhóls með sjö skipulagsdögum þetta skólaárið. Tveir dagar í ágúst verða þá nýttir til skipulags og námskeiðahalds fyrir starfsfólk.
Skóladagatal-Sjónarhóll .pdf
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri, Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Einarsdóttir fulltrúi foreldra
2. 201903063 - Grunnskóli Hornafjarðar: Skóladagatal 2019-2020
Leik- og grunnskóli hafa samhæft skóladagatöl sín eins og hægt er. Skóladagatal grunnskólans er samþykkt. Vakin er athygli foreldra á því að næsta skólaár er gert ráð fyrir bæði vetrarfríi í febrúar og vorfríi í apríl. Til að draga úr fjarvistum nemenda eru foreldrar hvattir til að hafa þetta í huga ef þeir hugsa sér að fara með fjölskylduna í frí.
SkoladagatalGH-2019-2020.pdf
 
Gestir
Kristín Gestsdóttir aðstoðarskólastjóri, Herdís Tryggvadóttir fulltrúi kennara og Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra sátu undir liðum 2 og 3
3. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Ljóst er að húsnæði Kátakots er of lítið til að rýma starf með 60, jafnvel 70 börnum eins og stefnir í næstu árin. Lítið rými er til viðbyggingar en þó væri hægt að setja niður viðbótarhús á púða sunnan eða
suðaustan við eystra húsið. Fræðslu- og tómstundanefnd ræddi kosti og galla ýmissa valkosta til að leysa húsnæðismál Kátakots næsta haust. Starfsmanni falið að skoða fleiri valkosti þar með talið færanlegt hús við Víkurbraut 24 og vinna kostnaðaráætlun fyrir þá.
Hornafjörður B.pdf
Árborg Skólastofa copy.pdf
DSC_3683.pdf
DSC_3738.pdf
4. 201904053 - Golfklúbbur Hornafjarðar: Ársskýrsla
Ársskýrsla Golfklúbbs Hornafjarðar lögð fram til umræðu. Fram kom að í fyrra var haldið námskeið sem um 30 börn og unglingar sóttu. Í framhaldinu er börnum boðið að æfa sig á vellinum þeim að kostnaðarlausu. Draumur klúbbsmanna er að stofna barna- og unglingadeild en til þess að af því geti orðið vantar PGA-golfþjálfara. Mesta fjölgun iðkenda var í kringum golfástundun kvenna.
A´rssky´rsla Golfklu´bbs Hornafjarðar 2018.pdf
Golfklubbur arsreikningar.pdf
 
Gestir
Gísli Páll Björnsson og Sæmundur Helgason
5. 201904054 - Björgunarfélag Hornafjarðar: Ársskýrsla um unglingastarfs
11. grein samnings BFH og sveitarfélagsins kveður á um að BFH skipuleggi í samvinnu við skólayfirvöld um eitt námskeið fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu, ætlað ungmennum í 8. bekk og eldri.

Ársskýrsla Björgunarfélag Hornafjarðar (unglingadeildar) lögð fram til umræðu.Fram kom að nokkrir nýjir meðlimir bættust við Unglingadeildina Brand á síðasta ári.Núna eru um 10-15 unglingar í deildinni. Helstu verkefni á árinu voru:
- Kids save lives, Kjarni þess verkefnis er að kenna börnum frá 12 ára aldri endurlífgun árlega.
- Landsfundur umsjónarmanna á Akureyri, sem var síðustu helgina í september.
- Haldið landshlutamót unglingadeilda helgina 8.-10. júní í Skaftafelli fyrir unglingadeildir af suður og suðvesturhorninu, alls komu um 120 unglingar og 42 umsjónarmenn frá 13 unglingadeildum. Ekki var haldið sér námskeið fyrir 8. bekkinga því stjórnarmönnum í BFH finnst betra að leggja meiri tíma og vinnu í unglingadeildina Brand þar sem ungmenni fá fræðslu og þjálfun yfir veturinn.
Skýrsla stjórnar 2018 (002).pdf
6. 201904052 - Umf. Sindri: Ársskýrsla
Ársskýrslur aðalstjórnar UMf. Sindra og deilda lagðar fram til umræðu. Fram kom að aðsókn í greinar er oft aldursskipt t.d. fer ásókn í blak að aukast í kringum 20 ára. Sindri hefur verið að gera almenningsíþróttum hærra undir höfði með því m.a. að hvetja fólk til þátttöku það hefur borið árangur t.d. í körfubolta. Rædd var hugmynd um fjölskyldutíma í íþróttahúsinu fyrir fólk til að leika sér saman. Ferðastyrk ÍSÍ er nú deilt beint til deilda Sindra en ekki til aðalstjórnar eins og áður var. Stjórn Umf. Sindra stefnir að því að uppfylla gæðakröfur fyrir því að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Þær kröfur gera m.a. ráð fyrir að þjálfarar séu starfsmenn á launaskrá og það aftur eykur starfamannakostnað Sindra um að lágmarki 35%. Sveitarfélagið fær síðan hluta af launagreiðslum til baka í útsvarsgreiðslum þjálfaranna. Áður voru þjálfarar verktakar. Umf. Sindri uppfyllir nú nánast öll skilyrði þess að geta orðið fyrirmyndarfélag. Umræða var um vegalengdir sem iðkendur Sindra þurfa að aka í keppnisferðir, fram kom að viðgerðarkostnaður bíla í eigu Sindra var 2,5 millj. á síðasta ári og ekið var yfir 100.000 km. Rætt var um tryggingar ökumanna sem aka í sjálfboðavinnu.
Ársskýrsla Aðalstjórnar 2018.pdf
Ársskýrsla Blakdeildar 2018.pdf
Ársskýrsla Fimleikadeildar 2018.pdf
Ársskýrsla Frjálsíþróttadeild 2018.pdf
Ársskýrsla Knattspyrnudeild 2018.pdf
Ársskýrsla Körfuknattleiksdeild 2018.pdf
Ársskýrsla Sunddeild 2018.pdf
Ársskýrsla Yngri flokka 2018.pdf
Ársskýrsla Kraftlyftingadeildar 2018.pdf
Stefna íþrtómst lokaskjal2.pdf
 
Gestir
Lárus Páll Pálsson framkvæmdastjóri Umf. Sindra
7. 201806028 - Skipulag: Skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði
Skipulagsforsögn Alta ráðgjafastofu og fundagerðir stýrihóps frá 4. og 8. apríl sl. lagðar fram til umræðu. Fræðslu- og tómstundanefnd styður tillögur og forgangsröðun stýrihópsins.
Höfn, skipulagsforsögn.pdf
Stýrihópur 4. apríl 2019.pdf
Stýrihópur 8. apríl 2019.pdf
8. 201902111 - Skólaakstur: Útboð 2019
Fræðslustjóri fór yfir gögn um skólaakstur og frístundaakstur, fjölda barna og vegalengdir. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að útboð skólaaksturs feli í sér akstur 4 og 5 ára leikskólabarna og akstur 16 og 17 ára framhaldsskólanema. Starfsmanni er falið að gera könnun á mögulegri nýtingu á frístundaakstri síðdegis í sveitir til að undirbyggja ákvörðun um útboð.

10. 201809046 - List- og verkgreinahús
FAS hefur til margra ára sinnt list- og verknámskennslu í nánu samstarfi við Grunnskóla Hornafjarða og Vöruhúsið. Einnig hefur verið gott samstarf við öfluga grasrót listgreina á Höfn, sem og við sívaxandi veitingastarfsemi og almenn áhugafélög um matargeð og matarvinnslu. Skólinn býður einnig upp á nám í fjallamennsku sem er að stærstum hluta vettvangsnám (ferðir á jökul og á fjöll).

Framhaldsskólann vantar aðstöðu til að hægt sé að sinna listnáms-,
matreiðslu- og fjallamennskukennslu svo viðunandi geti talist. Í þarfa-greining um húsnæðisþörf skólans vegna þessara greina kemur m.a. fram að FAS vill áfram samnýta list- og verkgreinastofur í Vöruhúsi með öðrum en telur brýna þörf á að fá sérhannað húsnæði fyrir sviðslistir og faglega kennslu í matreiðslugreinum. Áætlanir um það húsnæði gera ráð fyrir samnýtingu með t.d. grunnskólanum og leikfélaginu svo eitthvað sé nefnt. Skólann vantar einnig húsnæði undir búnað og kennslu í fjallamennsku. Fræðslu- og tómstudanefnd telur að bætt aðstaða fyrir nám og þróun kennslu í list- og verkgreinum með þeim hætti sem þarfagreiningin leiðir í ljós, sé brýnt samfélagsverkefni. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að styðja við skólann um að ná mennta- og menningarmálaráðuneytinu að borðinu til viðræðna um nauðsynlega uppbyggingu á aðstöðu.
13. 201902052 - Velferðarteymi: fundargerðir og mál 2019
84. fundargerð velferðarteymis og fylgiskjöl lagt fram til kynningar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
12. 201904059 - Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og stjórnenda
Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þingskjal 1262-801. mál.


Fræðslu- og tómstundanefnd fagnar frumvarpi til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Nefndin telur að með þessu frumvarpi komist menn nær því markmiði að auka samfellu milli skólastiga, færa þau nær hvert öðru og stuðla að því að strax í leikskóla hefjist undirbúningur að samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tæki við af öðru. Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
Ósk um umsögn við frumvarpi til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og stjórnenda við leikskól, grunnskóla og framhaldskóla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til baka Prenta