Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 43

Haldinn í ráðhúsi,
08.05.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Sóley Lóa Eymundsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir, Herdís Ingólfsdóttir Waage.

Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201901053 - Ungmennaráð 2018-2019
Ungmennaráði Hornafjarðar kynnt boðun á bæjarráðsfund mánudaginn 13.maí.
Ungmennaráð hlakkar til að mæta á fund með bæjarráði. Bæjarráð mun fyrst allra fá kynningu á niðurstöðum umhverfisverkefnis sem ungmennaráð lagði fyrir á veitingastöðum í sveitarfélaginu.
2. 201904004 - Youth summit 2019
Erasmus styrkir því miður ekki ferð ungmenna á Youth Summit 2019. Ungmennaráð hefur samt sem áður ekki gefið þessa ferð upp á bátinn og mun kanna hvort möguleiki er á öðrum styrkjum. Youth summit 2019 í Danmörku er haldin m.a. vegna samnorræna verkefnisins um sjálfbæra bæi sem Sveitarfélagið Hornafjörður er hluti af.
3. 201805023 - Umhverfisverkefni ungmennaráðs
Óskað er eftir niðurstöðum úr könnun ungmennaráðs. Fyrir liggur að kynna niðurstöðurnar á fundi með bæjarráði 13. maí og einnig á opnum fundi í Nýheimum 15. maí.
Niðurstöður umhverfisverkefnis ungmennaráðs eru í vinnslu og einungis á eftir að vinna úr tveimur könnunum. Ungmennaráð verður með niðurstöðurnar tilbúnar fyrir fundinn með bæjarráði.
4. 201905026 - Ungmennaþing 2019
Umræður um ungmennaþing sem halda á í september 2019
Margar flottar hugmyndir komu fram í umræðunni um ungmennaþing 2019. Hægt er að gefa upp að þingið verður með öðru sniði en síðustu ár. Með breytingunni verður öll vinna til að fá niðurstöður frá ungmennunum auðveldari og býður þ.a.l. upp á minni kjánaskap í svörun. Ungmennaráð hefur nú þegar brett upp ermar og eru tilbúin til undirbúnings fyrir ungmennaþingið sem haldið verður í september. Dagsetning ásamt fyrirhugaðri umgjörð verður lögð fram í júní.
5. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
Heimasíða ungmennaráðs var opnuð með pompi og prakt í apríl. Tveir fulltrúar ungmennaráðs voru fengir til að vera síðustjórar/samfélagmiðlastjórar. Þeir eiga því að sjá um síðu ungmennaráðs og auglýsa hana á öðrum samfélagsmiðlum sem og vera virkir pennar á heimasíðuna. Vera dugleg að auglýsa hvað er á döfinni ásamt því að skrifa þar hvernig hinir ýsmu viðburðir fóru fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta