Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 262

Haldinn í ráðhúsi,
09.05.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir 2. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
Ásgrímur setti fund og óskað eftir að bæta við tveim liðum á dagskrá fundarins.
Samþykkt um hundahald og samþykkt um kattahald og gæludýra annarra en hunda.
Ásgrímur bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1904005F - Bæjarráð Hornafjarðar - 897
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1904011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 898
Sæmundur Helgason tók til máls undir 3. lið fræðslu- og tómstundarnefnd og fundargerð ungmennráðs.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1905001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 899
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1904004F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 261
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
5. 201904022 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2018
Ársreikningur sveitarfélagsins 2018 lagður fram til síðari umræðu.

Matthildur Ásmundardóttir lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð sem nam 541,5 millj. kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 487,3 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 4.195 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 4.711 millj. kr. Eiginfjárhlutfall nam 76,4% í árslok. Framlegð sveitarfélagsins var 26,3% fyrir A og B hluta. Skuldahlutfall og skuldaviðmið eru skilgreind í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga en skuldahlutfall A og B hluta var 51,3% sem er vel undir viðmiðunarreglu sem er 150% og skuldaviðmiðið er 25,9% en hámarks skuldaviðmið samkvæmt lögum er 150%.
Lagði Matthildur til að ársreikningur 2018 verði samþykktur í bæjarstjórn. Samþykkt með sjö atkvæðum
Sveitarfélagið Hornafjörður ársreikningur 2018_síðari umræða_07052019.pdf
6. 201904010 - Samþykkt um hundahald
Forseti greindi frá að breytingar á samþykktinni eru vegna sameiningar Breiðdalshrepps og Fjarðarbyggðar, engar efnislegar breytingar eru gerðar á samþykktinni.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki samþykkt um hundahald og vísi henni í lögformlegt ferli.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
190305 samþykkt um hundahald_sameiginleg.pdf
7. 201904011 - Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda
Forseti greindi frá að breytingar á samþykktinni eru vegna sameiningar Breiðdalshrepps og Fjarðarbyggðar engar efnislegar breytingar eru gerðar á samþykktinni.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda, og vísi henni í lögformlegt ferli.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
190305 samþykkt um kattahald_sameiginleg.pdf
8. 201901045 - FAS: List- og verknámshús
Íris Jóhannsdóttir greindi frá að Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu fékk styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að vinna þarfagreiningu þar sem leitast er við að ná fram heildstæðri mynd af þeirri starfsemi sem tengist list- og verknámskennslu, matreiðslukennslu og kennslu í ferðamennsku með áherslu á fjallamennsku. Allt með það að markmiði að samnýta eins mikið af núverandi og fyrirhuguðu húsnæði og kostur er. FAS hefur hug á að samnýta áfram list- og verkgreinastofur í Vöruhúsi með öðrum en telur brýna þörf á að fá sérhannað húsnæði fyrir sviðslistir og faglega kennslu í matreiðslugreinum. Áætlanir um það húsnæði gera ráð fyrir samnýtingu með t.d. grunnskólanum og leikfélaginu svo eitthvað sé nefnt. Skólann vantar einnig húsnæði undir búnað og kennslu í fjallamennsku. Bætt aðstaða fyrir nám og þróun kennslu í list- og verkgreinum með þeim hætti sem þarfagreiningin leiðir í ljós, er brýnt samfélagsverkefni.

Matthildur Ásmundardóttir tók til máls og las upp eftirfarandi bókun og lagði til að bæjarstjórn geri bókunina að sinni. "Sveitarfélagið Hornafjörður hefur lagt metnað sinn í uppbygginu á aðstöðu til list- og verknáms í Vöruhúsinu. Framhaldsskólinn hefur nýtt þá aðstöðu líkt og kemur fram í þarfagreiningunni. Niðurstaða greiningarinnar sýnir fram á þörf á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir list- og verknámskennslu. Sveitarfélagið er tilbúið að taka þátt í uppbyggingu með framhaldsskólanum með því að þrýsta á stjórnvöld í að setja fjármagn í frekari uppbyggingu. Skólinn hefur metnað og framtíðarsýn fyrir þróun menntunar í takt við atvinnulíf, samfélags- og tækniþróun og er mikilvægt að nýta þann meðbyr og frumkvæði sem er til staðar með því að skapa aðstöðu til náms."
Sæmundur Helgason tók til máls og sagðist styðja bókunina.
Forseti bar bókunina upp til atvkæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201806028 - Skipulag: Skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði
Stýrihópur var skipaður um skipulag skóla- íþrótta og útivistasvæðis, Alta ráðgjafastofa var hópnum innan handar með skipulags- og greiningarvinnu fyrir hópinn. Skipulagsforsögn liggur fyrir til umræðu.
Í skipulagsforsögninni koma fram tillögur að áherslum varðandi uppbyggingu, skipulag og nýtingu svæða og tengingar á milli þeirra.


Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls. Einnig tók til máls Páll Róbert Matthíasson. Til andsvars Björgvin Óskar Sigurjónsson.
Matthildur Ásmundardóttir lagði fram eftirfarandi bókun og lagði til að bæjarstjórn geri hana að sinni.
"Skýrsla stýrihóps er lögð fram til kynningar í bæjarstjórn. Niðurstaða skýrslunnar er meðal annar sú að taka þarf upp deiliskipulag fyrir allt miðsvæðið ásamt því að samræma þarf skipulagsáætlanir sem gilda á svæðinu. Bygging íþróttahús austan megin við frjálsíþróttavöll sem hægt væri að byggja upp í áföngum. Skýrslan gefur góðar hugmyndir að framkvæmdum á grænum svæðum sveitarfélagsins og tengingu göngu- og hjólaleiða.

Við stofnun starfshópsins var kallað eftir því að fá fram niðurstöðu um forgangsröðun í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja. Niðurstaða hópsins var í þessari forgangsröðun:
1. Að byggður verði stór fjölnota íþróttasalur með búningsaðstöðu, sturtum og salernum.
2. Viðbygging undir líkamsrækt vestan megin við Sundlaug."
Sæmundur Helgason tók til máls.
Til andsvars Björgvin Óskar Sigurjónsson.
Til andsvars Sæmundur Helgason.
Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atvkæðum.



Höfn, skipulagsforsögn.pdf
10. 201807018 - Aðalskipulagsbreyting Hellisholt
Björgvin ÓSkar Sigurjónsson greindi frá tillögu að aðalskipulagsbreytingu Hellisholti. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og aðstöðu í landi Hellisholts. Tillagan hefur verið í kynningu og brugðist var við athugasemdum.

Lagði til að bæjarstjórn samþykkti að tillagan verði auglýst skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting-Hellisholt-uppdráttur og greinargerð-20190416.pdf
11. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að aðalskipulagsbreytingu Skaftafell III og IV. Tillagan hefur fengið umfjöllun hjá Veðurstofunni og telur Veðurstofan að svæðið sem um ræðir sé utan áhrifa af mögulegu berghlaupi í Svínafellsheiði. Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.




Lagði til að aðalskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell lll og IV LOKATILLAGA.pdf
12. 201901141 - Deiliskipulag Hellisholt
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að deiliskipulagi að Hellisholti. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu og íbúðarhúss ásamt aðkomu að svæðinu frá þjóðvegi. Samhliða deiliskipulaginu er unnin aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið. Skipulagstillagan hefur verið í kynningu og brugðist var við innsendum athugasemdum.

Lagði til að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga og að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Deiliskipulag-Hellisholt-uppráttur og greinargerð-20190502.pdf
13. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá erindi frá Arkís arkítektar ehf fyrir hönd eiganda að Reynivöllum II, þar sem óskað er eftir unnið verði nýtt deiliskipulag að Reynivöllum II. Áformin eru í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem unnin hefur verin fyrir svæðið.


Lagði til bæjarstjorn samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag að Reynivöllum skv. 40. til 42. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tilllöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 201904036 - Deiliskipulagsbreyting Lambleiksstöðum
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Lambleiksstöðum. Markmið með gerð breytingar á deiliskipulaginu er að efla byggð og styrkja atvinnulíf. Ferðaþjónusta hefur lengi verið á Lambleiksstöðum og með gerð þessarar breytingar er rekstrargrundvöllur styrktur, skipulagssvæðið stækkað og skipt í byggingarreiti A-D hver með sína húsaþyrpingu. Breytingin á deiliskipulaginu tekur til frekari uppbyggingar á gistiaðstöðu og nýbygginga fyrir ferðaþjónustu.

Lagði til að heimila vinnu við deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 201902040 - Byggingaráform, raðhús að Borgartúni 2
Forseti greindi frá fyrirhuguðum áformum að byggja 405 m² fjögurra íbúða raðhús að Borgartúni 2 í Öræfum. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna þar sem hún samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 201903026 - Byggingarleyfisumsókn: Hraunhóll 6 - íbúðarhús
Björgvin vék af fundi undir þessum lið.
Forseti greindi frá að fyrirhugað er að reisa einbýlishús á lóðinni Hraunhól 6. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna þar sem hún samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sex atkvæðum.
17. 201902015 - Byggingarleyfisumsókn: Mánabraut 6 - breyting og viðbygging
Forseti greindi frá að fyrirhugað er að reisa 25 m² viðbyggingar að Mánabraut 6. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna þar sem hún samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
18. 201904104 - Umsókn um lóð: Hagaleira 10
Umsókn Ingu Kristínar Sveinbjörnsdóttur um lóð að Hagaleiru 10. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina. Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Forseti greindi frá að samþykktir sveitarfélagsins hafa verið birtar í stjórnartíðindum og hafa því tekið gildi. Helstu breytingar á samþykktum er sameining nefnda og kjósa þarf því fulltrúa í þær nefndir.

Atvinnu- og menningarmálanefnd.
Kristján S. Guðnason, formaður(B)
Fríða Bryndís Þrúðmarsdóttir, varaformaður(B)
Bjarni Ólafur Stefánsson (B)
Páll Róbert Matthíasson (D)
Sigrún Sigurgeirsdóttir (E)

varamenn
Guðrún Sigfinnsdóttir (B)
Steinunn Hödd Harðardóttir (B)
Guðmundur Heiðar Gunnarsson (B)
Bryndís Hólmarsdóttir (D)
Sigurður Einar Sigurðsson (E)
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd
Ásgrímur Ingólfsson formaður (B)
Finnur Torfason varaformaður (B)
Erla Rún Guðmundsdóttir (B)
Jörgína E. Jónsdóttir (D)
Sæmundur Helgason (E)

varamenn
Matthildur U. Þorsteinsdóttir (B)
Vésteinn Fjölnisson (B)
Gunnhildur Imsland (B)
Herdís Ingólfsdóttir Waage (D)
Hjördís Skírnisdóttir (E)
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Almannavarnarnefnd
aðalmaður
Grétar Már Þorkelsson (D) í stað Þrastar Ágústssonar
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra_9.5.2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta