Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 50

Haldinn í ráðhúsi,
27.06.2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Kolbrún Reynisdóttir, Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, Jón Áki Bjarnason, Finnur Smári Torfason, Guðrún Dadda Ásmundardóttir.
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201906064 - Ársreikningur 2018 HSU á Hornafirði
Sigurjón Örn Arnarson frá KPMG mun fara yfir ársreikning heilbrigðisstofnunarinnar fyrir árið 2018.
Ársreikningur ársins 2018 fyrir heilbrigðisstofnun suðurlands á Hornafirði samþykktur af nefndinni.
Ársreikningur HSU Hornafirði 20182462019.pdf
 
Gestir
Sigurjón Örn Arnarson
2. 201710029 - Heimaþjónusta - samþætting
Starfshópur um samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar hefur skilað af sér skýrslum til bæjarstjórnar. Önnur fjallar um hönnun og notkun Víkurbrautar 24 og hin um tillögur starfshópsins um hvernig þjónustunni skuli vera háttað í framtíðinni og hvernig samþættingin kemur út í þeim tillögum. Gögnin lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Nefndin fagnar tillögum starfshópsins og teikningunum af Víkurbraut 24. Nefndin vill sömuleiðis hvetja bæjarstjórn til þess, að samþykkja tillögurnar og koma þeim í framkvæmd sem fyrst.
Víkurbraut 24 - greinargerð - Drög.pdf
Þjónustan heim.docx
teikning og 3D.pdf
19028TB-Víkurbraut 24 Hor_TL 20190529.pdf
3. 201709083 - Bygging á nýju hjúkrunarheimili HSSA
Kynning á hönnun nýja hjúkrunarheimilsins.
Nefndinni líst vel á vinningstillöguna. Það er von nefndar, að hönnun og framkvæmd fái eins skjótan framgang og mögulegt er.
4. 201906052 - Fjármögnunarkerfi Heilsugæslu á landsbyggðinni
Guðrún Dadda mun fara yfir niðurstöðu fundar fulltrúa sveitarfélagsins og heilbrigðisráðuneytisins um framtíð þjónustusamnings HSU Hornafirði og SÍ. Einnig fara yfir fjármögnunarlíkan heilsugæslustöðva.
Framkvæmdarstjóri greindi frá fundi hennar, Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra og Ásgerðar Gylfadóttur formanns bæjarráðs með Elsu B. Friðfinnsdóttur skrifstofustjóra heilbrigðisráðuneytisins, Runólfi Birgi Leifssyni skrifstofustjóra hagmála og fjárlaga og Arnari Þór Siguðrssyni sérfræðingi hagmála og fjárlaga miðvikudaginn 26. júní í heilbrigðisráuðneytinu.
Kynnt var fjármögnunarlíkan sem heilsugæslustöðvar landsins munu vera reknar út frá á komandi tímum og þegar búið að innleiða á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var rætt um framtíð þjónustusamnings HSU á Hornafirði og SÍ um rekstur heilbrigðisstofnarinnar.
Niðurstaða fyrrnefnds fundar var, að vegna fjármögnunarlíkansins eru forsendur þjónustusamningsins brostnar með núverandi fyrirkomulagi. Því verður honum sagt upp af hálfu SÍ og ráðuneytisins frá og tekur uppsögn gildi áramótin næstu.
Þrjár tillögur að rekstrar- og þjónustu leiðum eru mögulegar í stað núverandi þjónustusamnings. Nefndin mun rýna í þær og hafa tilbúnar fyrir áætlaðan fund með ráðuneytinu þ. 6. september næstkomandi.
5. 201903011 - Rekstrarstaða heilbrigðisstofunar suðurlands á Hornafirði 2019
Rekstrarstaða HSU Hornafirði lögð fram.
Ekki var búið að taka saman rekstrarstöðuna eins og hún er í dag. Vitað er, að reksturinn er í halla sem meðal annars má rekja til aukins launakostnaðar umfram tekjur, lítillar nýtingar dvalarrýma, ekki liggja fyrir niðurstöður um uppgjör á lífeyrissjóðsskuldbindingum og vegna ófyrirséðs viðgerðarkostnaðar á tækjum. Rætt var um leiðir til að komast á móts við það. Framkvæmdarstjóra falið að hafa tillögur tilbúnar fyrir næsta fund.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40 

Til baka Prenta