Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 906

Haldinn í ráðhúsi,
08.07.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Erla Þórhallsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Matthildur Ásmundardóttir, Ólöf Ingunn Björnsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1906008F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 50
Farið yfir fundargerð. Umræður um framtíð þjónustusamnings HSU Hornafirði við Sjúkratryggingar Íslands.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði
2. 1906007F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 218
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201907037 - Ósk um samstarf vegna hugmyndar um nýja björgunarmiðstöð á Höfn
Björgunarfélagið hefur verið að skoða upp á síðkastið byggingu nýs húsnæðis fyrir félagið.

Óskað er eftir samstarfi Sveitarfélagsins til að aðstoða við byggingu slíks húsnæðis.

Ein hugmyndin sem hefur komið upp innan félagsins er að byggð verði Björgunarmiðstöð þar sem viðbragðsaðilar í sveitarfélaginu svo sem slökkvilið, sjúkraflutningar og björgunarsfélagið deila húsnæði, svipað upplag eins og var framkvæmt á Selfossi. Ein af hugmyndunum er sú að BFH byggi húsnæðið en aðrir viðbragðsaðilar myndu leigja rými innan húsnæðisins.

Jens kynnti hugmyndir Björgunarfélagsins.
Bæjarráð óskar eftir þarfagreiningu frá heilbrigðisstofnuninni og slökkviliðinu.
 
Gestir
Jens Olsen
4. 201802105 - Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks
Lagðar fram teikningar að Víkurbraut 24 ásamt greinargerð starfshóps.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á breytingunum og að byrjað verði að undirbúa nýtingu á færanlega húsnæðinu á lóðinni.
Víkurbraut 24 - greinargerð - Drög.pdf
Fræðslu- og tómstundanefnd - 57 (19.6.2019) - Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks
teikning og 3D.pdf
19028TB-Víkurbraut 24 Hor_TL 20190529.pdf
Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 309 (9.6.2019) - Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks
5. 201906064 - Ársreikningur 2018 HSU á Hornafirði
Afkoma af rekstri stofnunarinnar á árinu 2018 var neikvæð um 6,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé stofnunarinnar í árslok var jákvætt um 8,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Vísað er til ársreiknings varðandi ráðstöfun afkomu ársins og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.
Óvissa ríkir um endanlegt uppgjör á lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar en stjórnendur eru að leita samninga við ríkið vegna þessa. Það er mat stjórnenda að lífeyrisskuldbinding stofnunarinnar hvíli að öllu leyti á ríkinu. Af þeim sökum er lífeyrisskuldbinding ekki færð í ársreikning stofnunarinnar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ársreikning HSU á Hornafirði fyrir árið 2018.*
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði
6. 201907035 - Þrykkjan: Verkefni starfsmanna
Bæjarráð samþykkir aukið starfsgildi forstöðumanns félagsmiðstöðvar úr 50% í 70%. Kostnaður 2019 rúmast innan núgildandi fjárhagsáætlunar.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri
7. 201809061 - Hönnun og útboð, fráveita áfangi 3
Verkið var upphaflega boðið út í vor. Bæjarráð hafnaði tilboðinu sem barst. Í kjölfarið var því farið í verðfyrirspurn fyrir hluta verksins.
Sameiginlegt tilboð barst frá Jóni Pálssyni og Ólafi Halldórssyni að fjárhæð 11.784.310 kr. Einnig barst tilboð frá Rósaberg ehf. að fjárhæð 30.120.420 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 14.393.600 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Jóns og Ólafs og felur starfsmönnum að ganga til samninga.
 
Gestir
Björn Þór Imsland, umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda
8. 201904047 - Urðunarstaður: Grænt bókhald 2018
Grænt bókhald fyrir árið 2018 var unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins í samvinnu við KPMG og að fenginni jákvæðri umsögn hjá HAUST
Það er álit KPMG að skýrslur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um grænt bókhald fyrir árið 2018 sé gert í samræmi við lög og reglur um innihald skýrslu um grænt bókhald og að tölulegar upplýsingar í skýrslunni eru í samræmi við þær aðferðir sem þar er gerð grein fyrir. Bæjarráð samþykkir skýrsluna.* Bæjarstjórnarfulltrúar undirrita skýrsluna sem verður send Umhverfisstofnun til samþykktar.
9. 201907012 - Kjaramál 2019
Viðræður hafa staðið yfir við Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjendur sambandsins þar sem stefnt er að kjarasamningsgerð aðila verði lokið fyrir 15. september næstkomandi.

Þar sem kjaraviðræður hafa dregist á langinn hafa aðilar sammælst um að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning er verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum hans. Undanskilin einsgreiðslu eru Starfsgreinasambandið, Efling og Verkalýðsfélag Akraness en umrædd stéttarfélög hafa öll vísað kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara þar sem deilt er um lífeyrismál.

Afl Starfsgreinafélag hefur sent sveitarfélaginu erindi þar sem farið er fram á það að sveitarfélagið greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi AFLs/SGS slíka innágreiðslu þann 1. ágúst nk. að upphæð kr. 105.000 m.v. fullt starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Bæjarráð hafnar erindi Afl Starfsgreinasambands þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboð sveitarfélagsins. Bæjarráð hvetur samningsaðila að ná saman um samning þar sem núverandi staða er grafalvarleg.
10. 201411006 - Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Starfsmannastefnan er orðin gömul. Mannauðsstjóri hefur nú tekið til starfa og er farinn að rýna þær stefnur sem til eru. Það er full þörf á að taka upp stefnur sem snúa að starfsmannamálum.
Bæjarráð leggur til að starfmannastefna sveitarfélagsins verði tekin upp og hún unnin í nánu samstarfi við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.
11. 201906058 - Þveitin
Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga og vinna áfram að málinu.
12. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Farið yfir málefni sláturhússins á Höfn en Sláturfélagið Búi svf. hefur auglýst sláturhúsið til sölu.
13. 201906055 - Ósk um aukafjárveitingu vegna smíðastofu
Bæjarráð óskaði eftir að fjármálastjóri setji upp drög að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við kaup á búnaði í smíðastofu ásamt uppsetningu.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu og vísar til afgreiðslu viðauka II við fjárhagsáætlun.
14. 201809041 - Stekkaklettur: framtíðarstefna
Drög að leigusamningi lögð fram.

Páll Róbert Matthíasson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Varðandi leigusamning milli Sveitarfélagsins (SF) og Hlyns Pálmasonar um afnot af stekkarkletti vill ég taka fram að ég var samþykkur því að Hlynur fengi að leigja húsið eftir að tökum á kvikmyndinni lyki. Ég benti á nauðsyn þess að SF ætti þetta hús og lóðina vegna framtíðar skipulags á þessu svæði, sem er innkoman til Hafnar og ætti að vera skipulagt af SF. Þessi leigusamningur sem hér er til umræðu er hins vegar algjörlega óásættanlegur fyrir Sveitarfélagið að flestu leiti. Leigufjárhæðin er 250.000 kr á mánuði, 100.000 í peningum en 150.000 kr til endurbóta á húsnæðinu eftir óskum leigutaka. Sú upphæð gæti orðið allt að 18 milljónir á núvirði eftir þennan 10 ára samning. Ég spyr hvort þessi kjör séu í boði fyrir fleiri íbúa Sveitarfélagsins sem leigja af SF ? Einnig þarf SF að borga rúmlega 5 milljónir til að fjarlægja spennistöð úr húsinu svo hægt sé að búa í því. Samingurinn innheldur loforð um að byggja megi 2 varanleg hús á lóðinni og til að ljúka þessum leigusamningi er SF skuldbundið til að kaupa allt að 300 m2 iðnaðarhúsnæði, sem gæti varlega áætlað, kostað 50-80 milljónir. Ég segi Nei við þessum samningi."

Sæmundur Helgason lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þessi samningsdrög eru í engu samræmi við auglýsingu sveitarfélagsins frá síðasta haust og umræðu bæjarráðs frá 3. des 2018. Þar var þessi hugmynd valinn fram yfir aðra umsækjendur sökum þess að samningur við HP myndi ekki valda sv.fél. kostnaði. Hvergi kemur fram í þessum samningi hvernig leigutaki “uppfyllir allar kröfur auglýsingarinnar og felur í sér nýnæmi og menningartengsl fyrir samfélagið?. Eins og bókað var af meirihlutanum þá.
Sæmundur tekur undir bókun Páls Róberts og leggur að auki til að auglýst verði aftur, sérstaklega m.t.t. þeirra þátta sem meirihlutinn virðist vera tilbúinn að veita sem meðgjöf með leigu á Stekkaklett, þannig að skilmálarnir kæmu fram í auglýsingunni, í samræmi við opna stjórnsýslu. Þannig geti öðrum skattgreiðendum sveitarfélagsins staðið til boða að bjóða í gæðin sem húsnæðið við Stekkaklett hefur að bjóða.
Sæmundur óskar þess að samningurinn verði kostnaðarmetinn í heild áður en skrifað verður undir hann."

Samningurinn er afgreiddur frá bæjarráði með tveimur atkvæðum Ásgerðar og Erlu á móti atkvæði Páls Róberts. Samningi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar í ágúst.

15. 201907036 - Viðauki II 2019
Viðauki II við fjárhagsáætlun ársins lagður fram. Viðbótar fjárheimildum samkvæmt meðfylgjandi skjali verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Málinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Sæmundur lagði fram eftirfarandi bókun:
"Færsla á spennir úr Jarðstöðvarhúsinu við Stekkaklett er óþarfa 5,1 milljóna peningaeyðsla, enda er húsið ekki ætlað sem íbúðarhús skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þ.a.l. þá þarf ekkert að færa spennir."

Bæjarráð samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun ársins 2019.*
Viðauki II_minnisblað.pdf
16. 201906077 - Fyrirspurn um skipulag í Nesjahverfi
Erindi frá Þorgrími Tjörva Halldórssyni þar sem þess er óskað að breyta gatnagerð við Hraunhól í Nesjahverfi á þann hátt að lokað verði á milli Hraunhóls og Hæðagarðs.
Bæjarráð þakkar erindið. Samkvæmt áætlun um malbikun í Nesjahverfi 2019 er gert ráð fyrir tengingu eins og hún er í dag. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti áfram til skipulagsnefndar til gerðar deiliskipulags fyrir Nesjahverfi.
17. 201906062 - Fasteignamat 2020
Lagt fram til kynningar. Fasteigna- og lóðamat í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2020 hækkar um 3,5%.
fasteignamat 2020.pdf
18. 201907013 - Forsendur fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar.
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020.pdf
19. 201907029 - Eftirlit með fjárfestingum á árinu 2019
Lagt fram til kynningar.
EFS bréf til svf -fjárfestingar 2019.pdf
20. 201907030 - Húsnæðismál Handraðans
Ósk um aðkomu sveitarfélagsins við kaup á húsnæði fyrir Handraðann.
Bæjarráð hafnar erindinu.
21. 201907008 - Erindi um styttingu þjóðvegar 1 milli Fellsár og Hala
Erindi frá Skúla Gunnari Sigfússyni þar sem lagt er til að Sveitarfélagið Hornafjörður taki afstöðu til þess hvort að farið verði fram á það við Vegagerðina að staldrað verði við með byggingu brúar yfir Fellsá og brúin færð 2-300 m. neðar, suður fyrir Hrollaugshóla.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og upplýsir að búið er að bjóða út framkvæmd við breikkun á brú yfir Fellsá. Bæjarráð hafnar því erindinu að svo komnu máli.
Bréf til sveitarstjórnar Hornarfjarðar
22. 201906050 - Landshlutaáætlun í skógrækt
Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum, til þess að kynna áform og ræða hvernig megi gera betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.
23. 1906076 - Hagaleira 10: Beiðni um að fá byggingarétt framseldan
Í reglum sveitarfélagsins um úthlutun á bygingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði, samþykktar í bæjarráði 25. ágúst 2008, segir í 1. mgr. 1. gr.:"Byggingarrétti er úthlutað á nafn/nöfn umsækjenda og óheimilt er að framselja byggingarrétt, nema fyrir liggi samþykki bæjarráðs." Bæjarráð telur ekki forsvaranlegt að heimila breytinguna að svo komnu máli vegna fordæmisgildis gagnvart öðrum lóðarhöfum. Bæjarráð felur skipulagsstjóra að vinna drög að nýjum reglum um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
24. 1906039 - Byggingarleyfisumsókn: Neðstibær, Fagurhólsmýri - breytt notkun
Byggingarleyfisumsókn Neðstibær að Fagurhólsmýri tekin fyrir. Áform eru um að breyta notkun núverandi geymsluhúsnæðis í íbúðarhús.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við byggingaráform og telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt er í næstu grennd.
25. 201905089 - Byggingarleyfisumsókn: Hornafjarðarflugvöllur - nýr olíubirgðageymir
Áform um byggingu olíbyrgðargeymis tekin fyrir. Umsögn og samþykki hefur borist frá Umhverfisstofnun, HAUST og Vinnueftirliti. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdina þar sem hún samræmist rekstri á lóðinni. Bæjarráð telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt er í næstu grennd. Öll frekari uppbygging skal vera skv. deiliskipulagi.
26. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Aðalskipulagsbreyting Svínhólar tekin fyrir. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum. Svæðið verður afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í greinargerð. Veðurstofa hefur unnið staðbundið hættumat fyrir svæðið og taka breytingar frá fyrri uppdrætti mið af því.
Máli frestað vegna ófullnægjandi gagna og vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefndar.
27. 201907026 - Ægissíða 25, leyfi til framsals á Hesthúsi
Bryndís Magnúsdóttir kt. 131150-4909

Óskar eftir leyfi til að selja Fasteignina að Ægissíðu 25 F2217183 L173365 til Kembu ehf kt. 580515-1180

Beiðni samþykkt.
28. 1906072 - Framkvæmdaleyfi: Skógrækt á lögbýlinu Neðribæ
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á lögbýlinu Neðribæ tekin fyrir. Óskað er eftir því að hefja nytjaskógrækt á um 17 ha svæði. Svæðið er skilgreint í Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 sem landbúnaðarsvæði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
29. 1906073 - Hagaleira 5: Stærð byggingarreits
Bæjarráð hafnar erindinu.
30. 201904007 - Fundargerðir HAUST 2019
Lagt fram til kynningar.
150. fundargerð Heilbrigðisnefndar.pdf
31. 201906045 - Aðalfundur fulltrúaráðs Brunabótafélags Íslands
Til aðildarsveitarfélaga EBÍ.

Skv. 10.gr laga 68/1994 skal kalla saman aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fjórða hvert ár, næsta ár á eftir reglulegum sveitarstjórnarkosningum.
Í samræmi við ofangreint hefur stjórn EBÍ ákveðið að aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands verði haldinn föstudaginn 20. september n.k. á Hótel Natura.

Kjörnum fulltrúa sveitarfélagsins hefur verið sent fundarboð.

Lagt fram til kynningar.
32. 201906059 - Umsögn um útgáfu leyfa: Hótel Höfn - hóteltún humarhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hótel Hafnar um tímabundið tækifærisleyfi fyrir tónleika á Hóteltúninu.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt umsögnina í tölvupósti.
33. 201906074 - Umsögn um útgáfu leyfa: Hestamannafélagið Stekkhóll/Mánagarður
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tímabundið áfengisleyfi Hestamannafélagsins í Stekkhóli og Mánagarði frá 11. - 14. júlí.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
34. 201906060 - Vatnajökulsþjóðgarður: Drög að breytingu á reglugerð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 150/2019 - Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Umsagnarfrestur er til og með 06.08.2019.

Lagt fram til kynningar.
36. 201902111 - Skólaakstur: Útboð 2019
Ragnhildur gerði grein fyrir stöðu útboðs sem rann út 2. júlí sl. Ríkiskaup senda greinargerð með frekari upplýsingum um niðurstöðu útboðsins.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri
Almenn mál - umsagnir og vísanir
35. 201907016 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 135/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 13.08.2019.
Lagt fram til kynningar.
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 263 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta