Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 908

Haldinn í ráðhúsi,
07.08.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Erla Þórhallsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201906061 - Umf. Sindri: Samningur 2019
Umræður um samning við Sindra, bæjarráð óskar eftir að hitta forsvarsmenn sindra og fara yfir samningsdrög.
2. 201907049 - Samningur við Hestamannafélagið Hornfirðing
Drög að samningi við Hestamannafélagið Hornfirðing lögð fram.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
3. 201902111 - Skólaakstur: Útboð 2019
Fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.
4. 201907080 - Skólaakstur: Samningur við Fallastakk
Samningur um skólaakstur við Fallastakk ehf. lagður fram. Samningurinn gildir frá 01.08.2019 til 31.07.2023
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um skólaakstur. Fræðslustjóra falið að undirbúa samning um frístundaakstur fyrir leið 5 og 6.
5. 201904055 - Skólaakstur í Öræfum: Samningur við 785 FHM
Drög að samningi um skólaakstur í Öræfum lagður fram til kynningar.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
6. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Skipulagsstofnun hefur farið yfir tillögu að aðalskipulagsbreytingu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Athugasemdir og ábendingar voru gerðar við tillöguna og voru þær óverulegar og hefur tillagan verið lagfærð með tilliti til þeirra.

Bæjarráð samþykkir að vísa aðalskipulagsbreytingu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í auglýsingaferli skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.*
Jökulsárlón aðalskipulagsbreyting_greinargerð-umhverfisskýrsla_190801.pdf
Skipulagsstofnun. umsögn um tillögu fyrir auglýsingu, dags. 25.07.2019..pdf
HORNAFJ SKIPULAGSUPPDRÁTTUR_JÖKULSÁRLÓN_190801.pdf
7. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Breytingartillaga að deiliskipulagi við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi lögð fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu á deiliskipulagi við Jökulsárlón og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 40.og 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.*
8. 201810018 - Malbikunarframkvæmdir 2019
Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:
Hlaðbær Colas 83.810.000 kr.
Fagverk Verktakar 69.567.000 kr.
Malbikun Akureyrar 60.645.500 kr.
Finnur ehf. 66.600.000 kr.
Kostnaðaráætlun hjóðaði upp á 61.256.000 kr.
Skipulagsstjóra falið að ganga til samninga við Malbikun Akureyrar sem var 99% af kostnaðaráætlun.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagstjóri
9. 201901144 - Umsókn um lóð:Fákaleira 10 a
Grenndarkynning vegna Fákaleiru 10a hefur farið fram og var frestur til að skila inn athugasemdum til 16. júlí. Helstu breytingar eru á mænisstefnu og aðkomu að lóð nr. 10a við Fákaleiru verði snúið þannig að framhlið húss og aðkoma verði að norðanverðu.
Ein athugasemd barst og hefur ekki áhrif á grenndarkynninguna.

Bæjarráð samþykkir grenndarkynninguna og vísar henni í lögformlegt ferli skv. 44.gr. skipulagslaga.*
Skipulagstjóra falið að vinna svar vegna athugasemdar sem barst og bæjarráð gerir svörin að sínum.*
10. 201908002 - Endurskoðun á gjaldskrá skipulags- og tæknisviðs
Leiðbeiningar um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta lögð fram.
Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu.
11. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Sveitarfélagsins Hornafjörður um rekstur heilbrigðisþjónustu á vegum Sveitarfélagsins Hornafjörður gildir til og með 31. desember 2019.
Sjúkratryggingar Íslands munu ekki nýta eins árs framlengingarákvæði samningsins.
Boðað hefur verið til fundar 6. september nk. í heilbrigðisráðuneytinu varðandi innleiðingu fjármögnunarlíkans vegna reksturs heilsugæslu á landsbyggðinni og fyrirkomulag rekstursins á Hornafirði.

Sveitarfélagið Hornafjörður - 16. júlí 2019.pdf
12. 201709067 - Fjallskilabréf í Sveitarfélaginu Hornafirði
Fjallskilabréf er gefið út í samræmi við Fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Skaftafellssýslu nr. 601/99 sem Landbúnaðarráðuneytið hefur staðfest.
Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að senda fjallskilabréf út til viðkomandi aðila.
13. 201907086 - Flugslysaæfing 2019
Erindi frá Isavia dags. 18. júlí þar sem tilkynnt er um flugslysaæfingu þann 7. september á Hornafjarðarflugvelli.
Lagt fram til kynningar.
Flugslysaæfing - Hornafj.flugv..pdf
14. 201907072 - Kvörtun v.meintrar ólögmætrar stjórnsýslu
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 17. júlí 2019 þar sem óskað er eftir gögnum vegna kvörtunar frá Sæmundi Helgasyni til ráðuneytisins, frá 10. júlí í tengslum við samninga vegna Stekkaklettur, sem er fasteign í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Ráðuneytið gefur sveitarfélaginu frest til 14. ágúst að afla og senda umbeðin gögn og mun ráðuneytið taka afstöðu til þess hvort málið gefi tilefni til frekari skoðunar af hálfu þess á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu umsögn sveitarfélagsins og upplýsingar um aðdraganda og meðferð málsins.
Bókun frá B- lista: Meirihluti bæjarráðs undrar sig á upplifun bæjarfulltrúans Sæmundar Helgasonar á ferli málsins.
15. 201809041 - Stekkaklettur: framtíðarstefna
Samningurinn lagður fram með nokkrum orðalagsbreytingum, s.s. orðalag varðandi bílskúr/skýli, innlausnarskyldu og fleira.
Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar bæjarstjórnar.
Bókanir E- og B- lista eru lagðar fram og eru aðgengilegar hér að neðan sem viðhengi.
Bókun B-lista á bæjarráðsfundi 7. ágúst
Bókun E- lista á bæjarráðsfundi 7. ágúst 2019
16. 201906065 - Umsögn um útgáfu leyfa: Íslandshótel - Fosshótel Glacier Lagoon
Erindi frá sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um breytingu á rekstarleyfi til sölu gistinga fjölgun gesta og stækkun húsnæðis í flokki IV, Fosshótel Jökulsárlón frá Íslandshótelum kt. 630169-2919.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
17. 201908004 - Breytinga á starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs og leyfisveitingum.
Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði þar sem bent er á að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að breytingum á reglugerð Vatnajökulsþjóðgarðs. Breytingar snúa að atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins og leyfisveitingum.
Á samráðsgátt stjórnvalda má nálgast drög að breytingum:
Umsagnarfrestur er til og með 6. ágúst.

Lagt fram til kynningar.
18. 201908003 - Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
Erindi frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem boðið er til kynningarfundar um heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi þann 3. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Heilbrigdisstefna_Selfoss_augl (002).pdf
19. 201908006 - Ósk um styrk
Erindi frá Vilhjálmi Magnússyni þar sem óskað er eftir auka styrk vegna tónlistarhátíðarinnar Vírdós dagana 29.-30. ágúst.
Málinu vísað til bæjarstjóra.
20. 201605078 - Unglingalandsmót 2019
Unglingalandsmót var haldið um síðustu helgi og tókst mjög vel keppendur voru um 1000 og gestir voru um 6000.
Bæjarráð vill færa skipuleggjendum mótsins, starfsmönnum, sjálfboðaliðum, keppendum og öðrum gestum kærar þakkir fyrir frábært mót.
Forseti Íslands, forsetafrú og fjölskylda fá sérstakar þakkir fyrir að gefa sér tíma og taka þátt í viðburðinum.
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 263 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta