Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 2

Haldinn í ráðhúsi,
14.08.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Matthildur U Þorsteinsdóttir 1. varamaður,
Gunnlaugur Róbertsson Skipulagsstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201907065 - Stefna í úrgangsmálum
Erindi frá umhverfisstofnun dags. 12. júlí þar sem óskað er eftir umsögn um stefnu í um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.

Lagt fram til kynningar.
DRÖG - Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum.pdf
Bréf_Stefna í úrgangsmálum.pdf
Samþykkt um meðhöldun úrgangs.pdf
2. 201907011 - Umhverfisviðurkenning 2019
Umfjöllun um veitungu umhverfisviðurkenningar 2019 fór fram.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd fer í vettvangsferð í næstu viku á þá staði sem hafa fengið tilnefningar.
3. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Aðalskipulagsbreyting Svínhólar tekin fyrir. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum. Svæðið verður afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í greinargerð. Veðurstofa hefur unnið staðbundið hættumat fyrir svæðið og taka breytingar frá fyrri uppdrætti mið af því. Tillagan var kynnt á íbúafundum þann 29. júlí á Höfn og í Lóni.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og send til athugunar Skiplagsstofnunar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Uppdráttur með greinagerð080819.pdf
4. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV tekin fyrir. Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægtð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.



Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna drög að svörum við athugasemdum. Nefndin stefnir á að fara í vettvangsferð og skoða staðhætti. Málinu frestað til næsta fundar.
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III-IV - umsögn MÍ.pdf
5. 201908010 - Aðalskipulagsbreyting Stekkaklettur
Aðalskipulagsbreyting Stekkaklett tekin fyrir. Lagt er til að tillaga verði um óverulega breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að heimiluð verði föst búseta á lóðinni við Stekkaklett ásamt frekari uppbyggingu á svæðinu.

Meirihluti Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að unnin sé tillaga og hún auglýst og samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun minnihluta: Minnihlutinn getur ekki tekið undir að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og telur fyrirhugaðar breytingarnar þurfi að fara í gegnum skipulagsferli aðal- og deiliskipulags.
6. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Tillaga að aðalalskipulagsbreytingu Hjarðanesi/Dilksnesi tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Tillagan hefur verið send til athugunar Skipulagsstofnunar sem meðal annars bendir á að votlendissvæði stærra en 2 ha njóti sérstakrar verndunar skv. 62. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Tillagan hefur verið send Umhverfisstofnun til athugunar og bendir stofnunin á að vanda beri staðsetningu vega í votlendi.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd telur staðsetningu aðkomuvega vera vel staðsetta m.t.t. röskun á votlendi. Aðkomuvegir eru að miklu leiti staðsettir við fyrirhugaða stofnlögn hitaveitu um svæðið. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar. Nefndin leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting_Háhóll_Dilksnes_2019-04-01.pdf
7. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes tekið fyrir. Skipulagssvæðið er tvískipt og nær yfir um 44 ha. Svæðið er skammt norðan Hafnar og tekur yfir land Dilksness 1 og 2, Hjarðarness, Háhóls, Garðshorns og Hólaness. Ekki liggja fyrir formleg skipti milli Hjarðarness, Háhóls og Garðshorns. Skipulagssvæðið er nær algróið og liggur milli Suðurlandsvegar/Hafnarvegar að austanverðu og Hornafjarðar að vestanverðu. Hluti svæðisins er votlendur og um það kvíslast lækir. Land hefur verið framræst að hluta til. Heimalandið, næst byggingum, er að stærstum hluta til ræktað land en einnig hafa verið ræktuð tún á Hólanesi og víðar. Mannvirki standa á grónum klapparholtum sem eru hærra í landinu. Á jörðunum er stundaður landbúnaður, garðyrkjustarfsemi, steypustöð og ferðaþjónusta. Jarðirnar eru lögbýli í ábúð og rekstri.

Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulagstillaga Haholl - Dilksnes Greinargerð 20190329.pdf
Deiliskipulagstillaga Haholl - Dilksnes Uppdráttur 20190329.pdf
8. 201908014 - Deiliskipulag Miðsvæði Hafnar
Stýrihópur var skipaður um skipulag skóla- íþrótta og útivistasvæðis, Alta ráðgjafastofa var hópnum innan handar með skipulags- og greiningarvinnu fyrir hópinn. Í skipulagsforsögninni koma fram tillögur að áherslum varðandi uppbyggingu, skipulag og nýtingu svæða og tengingar á milli þeirra.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagi sem nær yfir Miðsvæðið. Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Höfn, skipulagsforsögn.pdf
9. 201808071 - Deiliskipulag: Virkjun í Birnudal
Deiliskipulag vegna Birnudalsvirkjunar tekin fyrir. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birná sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnudalur er lítill dalur innarlega í Staðardal vestanverðum. Birná er dragá og vatnsvið hennar er u.þ.b. 4km². Lengd árinnar frá efstu drögum þar til hún fellur í Staðará eru u.þ.b. 3,5 km. Rennsli árinnar er nokkuð stöðugt samkvæmt mælinum er lámarksrennsli í krinum 300 l/s.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara innsendum athugasemdum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Birnárvirkjun deiliskipulagstillaga 18112018.pdf
10. 201904036 - Deiliskipulagsbreyting: Lambleiksstaðir
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Lambleiksstöðum tekin fyrir. Markmið með gerð breytingar á deiliskipulagi fyrir Lambleiksstaði er að efla byggð og styrkja atvinnulíf. Ferðaþjónusta hefur lengi verið á Lambleiksstöðum og með gerð þessarar breytingar er rekstrargrundvöllur styrktur, skipulagssvæðið stækkað og skipt í byggingarreiti A-D hver með sína húsaþyrpingu. Breytingin á deiliskipulaginu tekur til frekari uppbyggingar á gistiaðstöðu og nýbygginga fyrir ferðaþjónustu.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara innsendum athugasemdum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Breytingartillaga, deiliskipulag Lambleiksstaðir.pdf
11. 201906077 - Fyrirspurn um skipulag í Nesjahverfi
Erindi vísað til Skipulagsnefndar frá bæjarráði þar sem bæjarráð felur nefndinni að vinna deiliskipulag fyrir Nesjahverfið.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag. Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12. 1810089 - Fyrirspurn um breytingu á lóð: Hagaleira 14
Grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar byggingar tvíbýlis að Hagaleiru 14 hefur farið fram. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 540 m² einbýlishús á lóðinni. Fram kemur í gögnum grenndarkynningar að um nýbyggingu u.þ.b. 340 m² parhúss er að ræða. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningarinnar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd þar sem umrætt parhús er í hæfilegri fjarlægð frá nærliggjandi húsum og að grunnflötur byggingar er talsvert undir leyfilegu byggingarmagni. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13. 201904060 - Umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald lagt fram.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
14. 201907074 - Byggingarleyfisumsókn: Hofsnes mói - skemma
Byggingarleyfisumsókn vegna skemmu við Hofsnes tekin fyrir.

Matthildur Þorsteinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggð verði vélaskemma við Hofsnes Móa.
15. 201903059 - Byggingarleyfisumsókn: Fákaleira 11-13 - raðhús
Fyrirspurn vegna áforma um byggingu raðhúss að Fákaleiru 11-13 lögð fram. Fyrirhugað er að byggja raðhús á lóðunum og sameina þær en skv. skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.

Matthildur tók aftur sæti á fundinum.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16. 201908007 - Byggingarleyfisumsókn: Álaleira 7 - viðbygging
Byggingarleyfisumsókn vegna viðbyggingar við Álaleiru 7 tekin fyrir. Áform eru um að stækka núverandi húsnæði um 80 m² til suðurs.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformin og telur ekki þörf á grenndarkynningu.
17. 201805064 - Læsisstefna Sveitarfélagsis Hornafjarðar
Lokadrög að læsisstefnu sveitarfélagsins "Læsi allt lífið" voru lögð fram.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við læsisstefnu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Læsi allt lífið 18.júní 2019, loka.pdf
18. 201905067 - Ályktun um refaveiðar - Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu
Skipulagsstjóri fór yfir reglur og greiðsluform vegna refa- og minkaveiði á Hornafirði og Djúpavogi.

Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
Reglur-um-refa-og-minkaveidi-i-Austur-Skaftafellssyslu---2013.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta