Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 3

Haldinn í ráðhúsi,
29.08.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason, Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Guðrún Sigfinnsdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson, Eyrún Helga Ævarsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201908061 - Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu?
Þorvarður Árnason kynnir rannsóknina:Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu“
Þorri fór yfir skýrsluna: Nýr veruleiki í mótun "Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu". Atvinnu og menningarmálanefnd þakkar áhugaverða kynningu.
 
Gestir
Þorvarður Árnason
2. 201902109 - Fundargerðir: stjórnar og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs 2019
Lagt fram til kynningar.
3. 201905085 - Álaleira hönnun
Drög að kostnaðaráætlun hönnunar lögð fram. Starfsmanni falið að kalla eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdakostnað vegna komandi fjárhagsáætlunargerðar.
4. 201905067 - Ályktun um refaveiðar - Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu
Lagt fram til kynningar starfmanni falið að vinna frekar að málinu.
5. 201908053 - Fræðsluferð nefndarmanna
Starfmanni falið að vinna frekar að málinu.
6. 201908062 - Sumarlestur MMH
Miðvikudaginn 28. ágúst lauk sumarlestri Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og haldi var upp á það með hátíðlegum hætti á Bókasafni Austur-Skaftafellssýrslu. Var Svanborgu Rós Jónsdóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi dugnað í lestri árið 2019. Svo sannarlega má segja að Svanborg Rós sé einstaklega duglegur lestrahestur því í sumar hefur hún um 100 bækur og heldur hún ótrauð lestrinum áfram. Svanborg er vel að viðurkenningunni komin og óskar Atvinnu og menningarmálanefnd henni innilega til hamingju með árangurinn.
Lestur er bestur.
7. 201905077 - Vélar MMH í Hoffelli
Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta