Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 4

Haldinn í ráðhúsi,
04.09.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Finnur Smári Torfason, Erla Rún Guðmundsdóttir, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Hjördís Skírnisdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Þétting byggðar í Innbæ tekin fyrir. Breytingin felur í sér að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði við Silfurbraut og Hvannabraut.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og send til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Þriðja framboðið bendir á að sveitarfélagið hafi til reiðu framtíðar byggingarsvæði íbúðabyggðar og hvetur til að hafin verði skipulagsvinna.
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, greinargerð 20190821
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, uppdráttur 20190821
2. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni
Ósk um að hefja vinnu við deiliskipulag við Þorgeirsstaði í Lóni tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimiluð sé vinna við deiliskipulag í samræmi við 40. til 42. gr. skipulagslaga. Ákvörðun vísað til bæjarstjórnar.
3. 201709383 - Hrollaugsstaðir -gámavöllur-lóðarréttindi
Skipulagsuppdráttur yfir Hrollaugsstaði frá árinu 1985 lagður fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnið sé nýtt deiliskipulag sem nær yfir svæðið í samræmi við 40. til 42. gr. skipulagslaga. Ákvörðun vísað til bæjarstjórnar.
4. 201908039 - Framkvæmdaleyfisumsókn, virkjun í Birnudal
Framkvæmdaleyfisumsókn virkjun í Birnudal tekin fyrir. Framkvæmdin felur í sér að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birná sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnudalur er lítill dalur innarlega í Staðardal vestanverðum. Birná er dragá og vatnsvið hennar er u.þ.b. 4km². Framkvæmdin felur einnig í sér byggingu stöðvarhúss ásamt vegslóðum tengdum framkvæmdinni. Samkvæmt viðauka 3.23 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Niðurstöður íbúakönnunar vegna uppbyggingar grænna svæða og göngu- og reiðhjólastíga á Höfn lagðar fram.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju með þátttöku íbúa í könnuninni. Nefndin vill einnig færa þakkir til þeirra sem komu að gerð könnunar. Niðurstöðurnar munu nýtast í skipulagsvinnu og áætlunargerðar innan Hafnar. Nefndin leggur til að könnunin verði kynnt á íbúafundi á haustmánuðum.
Niðurstöður úr könnun- drög fyrir skipulag.pdf
 
Gestir
Bartek Skrzypkowski
6. 201908029 - Ábending vegna gönguleiðar frá Hlíðartúni að Vesturbraut
Ábending vegna hjóla- og gönguleiðar frá Hlíðartúni að Vesturbraut lögð fram. Í ábendingunni er bent á hættuna sem getur skapast þegar hjólandi- og gangandi vegfarendur ferðast yfir sameiginlegt bílaplan N1 og Höfn-Inn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
7. 201908043 - Áskorun vegna hamfarahlýnunar
Áskorun Samtaka Grænkera á íslandi vegna hamfarahlýnunar lögð fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar samtökunum fyrir erindið.
8. 1902018 - Byggingaráform, raðhús að Borgartúni 1
Áform um byggingu raðhúss að Borgartúni 1 tekin fyrir. Áform eru að byggja 363 m² þriggja íbúða raðhús á lóðinni. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga en engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 201907011 - Umhverfisviðurkenning 2019
Lagt fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar.
 
Gestir
Bryndís Bjarnason
10. 201908026 - Umsókn um lóð Krosseyjarvegur 21-23
Umsókn um lóða að Krosseyjarvegi 21-23 tekin fyrir. Bæjarráð vísaði umsókninni til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd og óskaði bæjarráð þess að hafin yrði vinna við deiliskipulag á svæðinu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimiluð sé vinna við deiliskipulag í samræmi við 40. til 42. gr. skipulagslaga. Ákvörðun vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta