Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5

Haldinn í ráðhúsi,
02.10.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Finnur Smári Torfason, Erla Rún Guðmundsdóttir, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Sæmundur Helgason, Matthildur U Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201909050 - Beiðni um umsögn: Hótel í landi Svínhóla
Í samræmi við 6. gr.nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun óskað eftir umsögn sveitarfélagsins hvort fyrirhugaðar framkvæmdir að Svínhólum í Lóni skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, mótvægisaðgerðum, umhverfi og vöktun. Áður en farið er í framkvæmdir þarf að sækja um byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi efnistökuleyfi og mikilvægt er að framkvæmdir fari fram á þeim tíma árs þannig að minnst rask verði á dýralífi.
2. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Tillaga að nýju deiliskipulagi vegna hitaveitu í Hornafirði tekin fyrir. Megin markmið deiliskipulagsins er að setja ramma um fyrirhugaða starfsemi á svæðinu og frekari stefnumörkun um uppbyggingu á iðnaðarsvæði í landi Hoffells/Miðfells í Sveitarfélaginu Hornafirði ásamt iðnaðarsvæði í landi Stapa. Þá verður gerð grein fyrir framkvæmdinni og lagningu stofnæðar frá fyrirhuguðu framkvæmdasvæði inn í þéttbýlið á Höfn. Skipulagssvæðið tekur til tveggja svæða, auk þess sem framkvæmd er lýst og gerð verður grein fyrir stofnlögn til þéttbýlis á Höfn. Stofnlögn er ekki deiliskipulagsskyld en er framkvæmdaleyfisskyld sbr. 5 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Ferli skipulagsvinnu hefur dregist, umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst að nýju skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-uppdráttur-20190603.pdf
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-greinargerð-20190603.pdf
3. 201908014 - Deiliskipulag Miðsvæði Hafnar
Fyrirhuguð vinna vegna deiliskipulag Miðsvæði Hafnar tekin fyrir. Vinna er hafin við skiplagsvinnuna.
Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
4. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Drög að uppdrætti vegna deiliskipulags Þétting byggðar í Innbæ tekin fyrir.
Starfsmanni falið að vinna breytingar á uppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.
Minnihlutinn bókar að betra væri að falla frá þessum hugmyndum vegna andstöðu íbúa sem komið hafa fram og fara í skipulagsvinnu á svæði merkt ÍB5 í aðalskipulagi.
5. 201909024 - Framkvæmdaleyfi: Steinavötn og Fellsá
Framkvæmdaleyfisumsókn vegna nýrra brúa yfir Fellsá og Steinavötn tekin fyrir. Um er að ræða tvær nýjar brýr sem verða í núverandi veglínu og samkvæmt gildandi skipulagi. Brúin yfir Steinavötn verður 102 m löng, steypt brú með 9 m akbraut. Brúin er grunduð á niðurrekstrarstaurum. Brúin yfir Fellsá verður 49 m löng steypt plötubrú með 9 m akbraut, grunduð á klöpp. Samkvæmt viðauka 10.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati. Leita verður umsagna hjá Orkustofnun og Fiskistofu áður en framkvæmdir hefjast.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6. 201909051 - Byggingarleyfisumsókn: Stafafellsfjöll 33 - frístundahús
Byggingarleyfisumsókn frístundahúss í Stafafellsfjöllum 33 tekin fyrir. Samkvæmt greinargerð deilskipulags skal hæð útveggja vera að hámarki 3,0 m. Samkvæmt hönnunargögnum er gert ráð fyrir að hæð útveggja sé um 3,2 m.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að hæð útvegga verði u.þ.b. 3,2 m og telur ekki þörf á grenndarkynningu með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. 201906071 - Staða umhverfisfulltrúa
Starfslýsing vegna stöðu umhverfisfulltrúa tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar ákvörðun bæjarráðs að ráðið verði í stöðu umhverfisfulltrúa. Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
8. 201908002 - Endurskoðun á gjaldskrá umhverfis- og skipulagssvið
Gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir hækkun á gjaldskrá um 2,5% í samræmi við tillögur lífskjarasamnings.
9. 201904034 - Fyrirspurn: Náttúruvernd og efling byggða
Fyrirspurn um náttúruvernd og eflingu byggðar tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að svara í samræmi við umræður á fundinum.
10. 201909095 - Endurnýting á lífrænum úrgangi
Endurnýting á lífrænum úrgangi tekin fyrir. Notkun svokallaðra hörputurna skoðaður.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að kanna ferli leyfisveitingar vegna tilsvarandi turna á Suðurlandi.
11. 201909092 - Lokunareftirlit: Drög að eftirlitsskýrslu vegna Brennuflosa
Drög að eftirlitsskýrslu vegna Brennuflosa tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skýrsluna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta