Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 915

Haldinn í ráðhúsi,
01.10.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Erla Þórhallsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1909015F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5
Fundargerð samþykkt.
2. 1909013F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 52
Fundargerð samþykkt.
3. 1909011F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 220
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
4. 201909087 - Stofnun rekstrarfélags um þjónustusláturhús, afurðavinnslu og heildsölu
Ósk Sláturfélagsins Búa um að sveitarfélagið taki þátt í stonfun einkahlutaféalgs um rekstur þjónustusláturhúss við bændur, þar sem hægt verði að slátra dýrum frá bændum.
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að taka þátt í stofnun Þjónustusláturhúss með hlutafjárþátttöku.
 
Gestir
Hermann Hansson
Anna Sævarsdóttir
Eiríkur Egilsson
5. 201810018 - Malbikunarframkvæmdir 2019
Gunnlaugur gerði grein fyrir malbikunarframkvæmdum 2019. Kostnaður vegna framkvæmdanna er samkvæmt áætlun. Bæjarráð lýsir ánægju með framkvæmdina í heild sinni sem gekk mjög vel.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri sat fundinn undir lið 5.-6.
6. 201909066 - Framkvæmdaáætlun 2019-2020 og 2020-2023
Gunnlaugur fór yfir framkvæmdalista sveitarfélagsins næstkomandi ár.
Umræður um framkvæmdir sveitarfélagsins.
7. 201909086 - Líkamsræktartæki
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra.
Kaup á nýju bretti vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
8. 201909064 - Samstarfsverkefni við Pólland
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er hugmynd að samstarfsverkefni við sveitarfélög í Póllandi á vegum Evrópusambandsins.
Lagt fram til kynningar, bæjarráð felur starfsmanni að fylgjast með verkefninu.
Uppbyggingasjóður ESS - Samstarfsverkefni við Pólland
9. 201903055 - Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umsögn við Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024.
Lagt fram til kynningar.
Ósk um umsögn - Sóknaráætlun Suðulands 2020-2024
Drög að sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 - samrad loka.pdf
10. 201909065 - Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Fundargerðir um svæðaskipulag fyrir suðurland 2020-2032 lagðar fram þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt í vinnunni.

Lagt fram til kynningar.
11. 201903077 - Sameining safna á Suðurlandi
Fundargerð héraðskjalavarða Héraðsskjalasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, Héraðsskjalasafns Austur-Skaftfellinga og Héraðsskjalasafns Vestmannaeyja frá því 25. september 2019 lögð fram til kynningar. Óskað er eftir að söfnin verði sameinuð.


Fundargerðin lögð fram til kynningar, bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
12. 201906061 - Umf. Sindri: Samningur 2019
Bæjarráð samþykkir að heildarupphæð styrksins sé 19.5 milljónir.
13. 201909077 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2.okt 2019
Erindi dags. 18. september frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þann 2. október.
Bæjarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2.okt
14. 201909084 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - Ársfundur
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum þar sem boðað er á ársfund 4. október.
Bæjarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Boð á ársfund
15. 201909067 - Umsögn um útgáfu leyfa: Nemendafélag FAS (26.sept)
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna dansleikjar FAS í Sindrabæ.
Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt leyfið í gegn um tölvupóst með jákvæðri umsögn.
16. 201909083 - Umsögn: Breyting á lögum um virðisaukaskatt
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
Bæjarstjóra falið að vinna umsögn.
17. 201909082 - Fundargerð: Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð-fulltruaradsfundar-20092019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta