Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 919

Haldinn í ráðhúsi,
29.10.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Erla Þórhallsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1910017F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 53
Fundargerðin samþykkt.
2. 1910013F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Almenn mál
3. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Farið var yfir framtíð og starf HSU á Hornafirði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri situr í samráðshópi um heilbrigðisþjónustu á Hornafirði.
 
Gestir
Ari Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU
Díana Óskarsdóttir framkvæmdastjóri HSU
Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði
4. 201910027 - Álagningareglur 2020
Lögð fram eftirfarandi tillaga að álagningarreglum 2020:
Útsvar 14,52%.
Fasteignaskattur á íbúðahúsnæði 0,45% af fm (hám. 0,625%).
Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1,65% af fm (hám. 1,65%).
Lóðaleiga 1% af lóðamati.
Holræsagjöld 0,30% af fasteignamati.
Vatnsgjöld 0,18% af fasteignamati.
Gjaldskrá fyrir sorpgjöld eru til skoðunar fyrir næsta fund.
Samþykkt að vísa áæagningarreglunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 4-6
5. 201909012 - Fjárhagsáætlun 2020
Fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
6. 201910115 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023
Þriggja ára fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
7. 201910126 - Samantekt á íbúakönnunum um framkvæmdir
Samantekt á helstu verkefnum sem íbúar leggja mesta áherslu á í íbúakönnunum sem voru framkvæmdar í ár og fyrir fjárhagsáætlunargerðir síðustu ára.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
8. 201910067 - Vöruhús: Gjaldskrá 2020
Fræðslunefnd samþykkti gjaldskrána á fundi sínum þann 17. okt.
Í gjaldskránni er efniskostnaður leiðréttur.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
Gjaldskrá Vöruhúss-2020
9. 201804015 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð
Frestað til næsta fundar.
Gjaldskrá fyrir Söfnunarstöð undirrrituð
10. 201709450 - Sorphirða og sorpeyðing: gjaldskrá
Gjaldskráin hefur ekki breyst frá því hún tók gildi. Gjaldskrá Íslenska Gámafélagsins hefur hækkað um 14% frá því þeir tóku við þjónustunni. Ef sú hækkun reiknast á einingagjald sorphirðu og sorpeyðingar fyrir íbúa á ári væri það hækkun úr 31.422 kr. í 35.821 kr.
Frestað til næsta fundar.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu undirrituð
11. 201910123 - Gjaldskrá um útleigu húsa í eigu sveitarfélagsins
Gjaldskrá vegna útleigu húsnæða í eigu sveitarfélagsins hefur verið lagfærð í samræmi við umræður á síðasta fundi bæjarráðs. Gjaldi á útleigu Þrykkjunnar var bætt við.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskránni.
12. 201807037 - Framkvæmd ljósleiðari á Mýrum og í Nesjum
Bæjarstjóri fór yfir kostnað við lagningu ljósleiðara í dreifbýli.
Bæjarráð samþykkir að lækka kostnað vegna tengingu ljósleiðara í 280.000 án vsk.
13. 201910109 - Kæra vegna óleyfisframkvæmda - Stafafellsfjöll nr. 11
Stjórnsýslukæra um ákvörðun byggingafulltrúa er varðar byggingu á lóð Stafafellsfjalla nr. 11 lögð fram.

Byggingafulltrúa falið að svara úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Bréf til UUA 21-10-2019.pdf.pdf
Tölvupóstur frá úrskurðarnefnd- og auðlindamála.
14. 201902110 - Samningur um uppgjör leigutekna vegna samnings um starfsemi við Fjallsárlón
Vatnajökulsþjóðgarður hefur nú tekið yfir samning við rekstaraðila Fjallsárlóns um leigugreiðslur fyrir afnotarétt. Gera þarf samning milli sveitarfélagsins og Vatnajökulsþjóðgarðs um uppgjör leigugreiðslna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Vatnajökulsþjóðgarði og leggur áherslu á að leiguskuld verði gerð upp.
15. 201910111 - Umsögn:Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum
Erindi dags. 22. október frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, íbúakosningar 49. mál.
Lagt fram til kynningar.
16. 201910110 - Umsögn: Frumvarp til laga um jarðalög
Erindi dags. 22. október frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðarlög nr. 81/2004 forkaupsréttur sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta