Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 920

Haldinn í ráðhúsi,
04.11.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1910019F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 221
Bæjarráð felur bæjarstóra að óska eftir fundi með vegamálastjóra vegna kostnaðarskiptingar við endurbyggingu suðurfjörugarðs/sandfangara.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 201910131 - Lánsumsókn 2019
Ólöf greindi frá undirbúningi við lánsumsókn.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 2-5
3. 201909012 - Fjárhagsáætlun 2020
Fundir um fjárhagsáætlun verða haldnir 28. nóvember kl. 17:00 í Hofgarði og í Holti kl. 20:00.
Þann 29. nóvember í Nýheimum kl. 12:00, íbúar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér rekstur sveitarfélagsins.


Bæjarráð samþykkir að í fjárfestingaráætlun sé sorpmálum markað fjármagn.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
fasteignagjold og önnur gjöld-2019[1].pdf
4. 201709450 - Sorphirða og sorpeyðing: gjaldskrá
Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldskrá um 14% sem samsvarar vísitöluhækkun í samningi við Íslenska Gámafélagið.
Starfsmönnum falið að skoða breytingar á öðrum gjaldskrám til að koma til móts við fyrirhugaða hækkun.
5. 201804015 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð
Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir söfnunarstöð um 14% nema lífrænn úrgangur í moltugerð helst óbreyttur.
6. 201910133 - Samningur við Ríki Vatnajökuls - ósk um endurnýjun
Erindi dags. 30. október þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi Ríkis Vatnajökuls við sveitarfélagið.

Bæjarráð óskar eftir að fá framkvæmdastjóra og formann stjórnar á næsta fund bæjarráðs.
Erindi til bæjarráðs 30.10.19.pdf
7. 201809035 - Mikligarður
Bæjarstjóri greindi frá leigutekjum og rekstarkosnaði við Miklagarð.

Lagt fram til kynningar.
8. 201709186 - Skreiðarskemma sýningaraðstaða.
Ásgerður gerði grein fyrir samskiptum við Skinney Þinganes vegna fyrirspurnar um áframhaldandi Sýningaraðstöðu fyrir Sjóminjasafn í Skreiðarskemmunni.

Lagt fram til kynningar.
9. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Sláturfélagið Búa.

Lagt fram til kynningar.
10. 201804064 - Samningur vegna reksturs tjaldsvæðis 2017-2032
Bæjarstjóri gerði grein fyrir ósk SKG leigutaka tjaldsvæðis vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.

Bæjarráð óskar eftir að funda með fulltrúum SKG ehf.
11. 201910109 - Stjórnsýslukæra um ákvörðun byggingafulltrúa
Stjórnsýslukæra um ákvörðun byggingafulltrúa er varðar byggingu á lóð Stafafellsfjalla nr. 11 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
12. 201910136 - Byggðarkvóti fyrir fiskveiðiárið 2019/2020
Starfmanni falið að sækja um byggðarkvóta fyrir byggðarlög sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa.
Auglýsing til bæjar- og sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020..pdf
13. 201905104 - Neyðaráætlun og umhverfismarkmið fyrir Urðunarstað í Lóni
Umhverfisstofnun hefur samþykkt neyðaráætlun og umhverfismarkmið vegna starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn í Lóni.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
14. 201910048 - Sala á eignum sveitarfélagsins
Tvö jafn há tilboð bárust í Bjarg, bæjarráð hafnar báðum tilboðunum á grunni jafnræðis.
15. 201910013 - Tilkynning: Niðurfelling Nýpugarðsvegar af vegskrá
Skv. þjóðskrá er aðili með lögheimili á staðnum og því ekki heimilt að fella veginn úr vegskrá.

Starfsmanni falið að svara Vegagerðinnni.
16. 201901146 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 875.pdf
17. 201901091 - Hafnarbraut 25
Tilboð vegna förgunar á húsi við Hafnarbraut 25 lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og að rífa húsið að Hafnarbraut 25. Fjármálastjóra falið að kanna hvort niðurrif rúmast innan fjárheimilda, eða hvort gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2019.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta